Vildi klæðast ruslinu sínu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2023 07:49 Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira