Vildi klæðast ruslinu sínu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2023 07:49 Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira