Innlent

Bein út­sending: Kynna skýrslu um á­hrif lofts­lags­breytinga á Ís­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga.
Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga. Vísir/Arnar

Fjórða matsskýrsla vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi verður kynnt í dag. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi.

Skýrslan verður kynnt á fundi í Grósku í dag og hefst fundurinn klukkan 8:30. Hann verður einnig í beinu streymi á Vísi. 

Segir í fréttatilkynningu að með þeim loftslagsbreytingum, sem þegar eru hafnar, fylgi vaxandi áskoranir fyrir efnahag, samfélag og náttúru landsins. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri þurfi umbylttingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar gegni stjórnvöld, atvinnulíf og stefnumótendur lykilhlutverki.

Torfajökull er að hverfa.Vísir/RAX

„Draga þarf úr losun eins hratt og unnt er og aðlaga samfélagið þannig að það ráði við álagið. Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhætttunni,“ segir í fréttatilkynningu.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun ávarpa fundinn í upphafi. Þá mun Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar, kynna helstu niðurstöður nefndarinnar. Þar á eftir verða pallborðsumræður sem Alma Möller landlæknir, Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Ólafur Árnason forstjóri Skipulagsstofnunar, munu taka þátt í ásamt ráðherra og fulltrúum vísindanefndar.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×