Ása Steinars segir hæfileika ekki þekkja kynjamörk Íris Hauksdóttir skrifar 17. október 2023 16:38 Ljósmyndarar sýningarinnar þær Unnur Magnadóttir, Ása Steinars, Rán Bjargardóttir, Eydís María Ólafsdóttir og Rakel Rún Garðarsdóttir. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndasýningin Sprakkar samanstendur af verkum fimm kvenljósmyndara og er staðsett í kofa gallerí á Hafnartorgi. Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndun Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndun Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira