Frumvarp um félagafrelsi Bára Kristín Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 15:01 Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun