Körfubolti

Leik­manna­könnun Tomma: Leik­menn í Subway vilja ekki lenda í slag við þessa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adomas Drungilas lætur finna fyrir sér inn á vellinum og leikmenn deildarinnar eru greinilega smeykir við hann.
Adomas Drungilas lætur finna fyrir sér inn á vellinum og leikmenn deildarinnar eru greinilega smeykir við hann. Vísir/Hulda Margrét

Subway Körfuboltakvöld Extra heldur áfram að hita upp fyrir komandi umferð í deildinni og fastur liður í þættinum er að fara yfir svörin sem Tómas Steindórsson fékk eftir að hafa sent leikmönnum deildarinnar spurningalista.

„Leikmannakönnun Tomma Steindórs er geggjuð í þessari viku,“ sagði Stefán Árni Pálsson og sendi boltann yfir á Tómas.

„Við vorum með í síðustu viku hver sé besti leikmaðurinn samkvæmt leikmönnum en nú fór ég aðeins aðrar leiðir,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Ég spurði leikmenn hvern þeir vildu ekki lenda í slag við,“ sagði Tómas.

„Þetta er eitthvað sem fólk vill vita,“ sagði Stefán Árni.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, oft kallaður Kötturinn, var gestur þáttarins að þessu sinni og hann var fljótur að nefna Grindvíkinginn DeAndre Kane. „Það er ekki möguleiki. Ég held að hann myndi pakka mér saman,“ sagði Hrafnkell.

Þeir fóru síðan yfir topplistann saman. Það má sjá þessa yfirferð og um leið topplistann hér fyrir neðan. Það kemur kannski ekki á óvart hver sé í fyrsta sætinu.

Klippa: Leikmennirnir í Subway deildinni vilja ekki lenda í slag við þessa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×