Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Glæný könnun Maskínu um afstöðu landsmanna til starfa ríkisstjórnarinnar sýnir að óánægja eykst lítið eitt. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir. Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57