Lífið samstarf

Bragð­góð veisla í boði Mandi, Hlölla­báta og Bankans Bistro

Veitingafélagið
Veitingafélagið opnaði nýjasta Mandi staðinn í Kringlunni á þriðjudag við mjög góðar undirtektir. Allt í allt rekur Veitingafélagið tíu veitingastaði undir merkjum Mandi, Hlöllabáta og Bankans Bistro.
Veitingafélagið opnaði nýjasta Mandi staðinn í Kringlunni á þriðjudag við mjög góðar undirtektir. Allt í allt rekur Veitingafélagið tíu veitingastaði undir merkjum Mandi, Hlöllabáta og Bankans Bistro.

Vöxtur Veitingafélagsins hefur verið mikill undanfarið en félagið rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu undir þremur vörumerkjum.

Veitingafélagið rekur fjóra Hlöllabáta staði, Bankann Bistro í Mosfellsbæ og í ágúst á síðasta ári bættist Mandi í hópinn en undir Mandi vörumerkinu eru reknir fimm staðir í Reykjavík og í Kópavogi. „Við vorum einmitt að opna nýjasta Mandi staðinn í Kringlunni á þriðjudag,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Veitingafélagsins. „Viðtökurnar voru alveg frábærar og framar öllum vonum. Það er greinilegt að landsmenn kunna að meta Mandi en eftir kaup okkur höfum við fjölgað stöðunum og sett enn meiri kraft í veisluþjónustuna og hafið blómlegt samstarf við Samkaup.“

Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Veitingafélagsins.

Einn af nýju stöðum Mandi er staðsettur í Mathöllinni Hagasmára þar sem Orkan er einnig til húsa. „Við köllum þessa mathöll gjarnan Hraðhöllina því afgreiðslan er svo hröð þar. Veitingafélagið er bæði með Hlöllabáta þar og svo Mandi Express en auk okkar eru þarna líka Acai, Víkingapylsur og Sæta húsið. Þessi mathöll er mjög heppileg fyrir fólk sem er einmitt á hraðferð og vill bragðgóðan mat afgreiddan á nokkrum mínútum. Svo er staðsetningin auðvitað frábær enda er hún mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.“

Mathöllin í Hagasmára er sérstaklega vel staðsett enda miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Veitingafélagið rekur þar bæði Hlöllabáta og Mandi Express sem afgreiða ljúffengan mat á skömmum tíma.

Veisluþjónusta sem nýtur sívaxandi vinsælda

Veisluþjónusta Mandi hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár og heldur bara áfram að vaxa segir Jón. „Úrvalið á matseðlinum er svo fjölbreytt að það er lítið mál að velja rétti sem henta ólíkum hópum. Fólk hefur verið að nýta sér veisluþjónustuna í stórafmæli, fermingar, vinahittinga og við ýmis önnur tilefni og alltaf vekur maturinn mikla lukku. Svo bjóðum við líka upp á fyrirtækjaþjónustu en þá bæði hægt að sækja matinn til okkar eða fá hann sendan.“

Nú fást Mandi vörur í verslunum Samkaupa

Eftir kaup Veitingafélagsins á Mandi á síðasta ári hófst samstarf við Samkaup sem rekur Nettó, Iceland, Krambúðina og Kjörbúðina. „Nú geta landsmenn keypt úrval af vörum frá Mandi í þessum verslunum, t.d. pizzur, hummus, falafel, krydd og sósur. Allt í allt eru þetta um 20 vörunúmer sem hafa slegið í gegn, sérstaklega pizzurnar sem aðeins þarf að hita upp í ofni.“

Nú geta landsmenn keypt úrval af spennandi vörum frá Mandi í verslunum Samkaupa: Nettó, Iceland, Krambúðinni og Kjörbúðinni.

Veitingahús og félagsheimili í senn

Bankinn Bistro, sem er staðsettur í hjarta Mosfellsbæjar, er í senn veitingahús og félagsheimili Mosfellinga segir Jón. „Þar bjóðum við upp á fjölmargar skemmtilega viðburði fyrir ólíka aldurshópa. Þar má nefna barnabíó, stórdansleiki, skákmót, bingó og tónleika. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur og inniheldur rétti við allra hæfi. Þar tökum við svo sannarlega vel á móti Mosfellingum og öðrum góðum gestum.“

Bankinn Bistro er staðsettur í hjarta Mosfellsbæjar og er bæði veitingahús og félagsheimili Mosfellinga.

Gæði og hröð þjónusta hjá Hlöllabátum

Hlöllabáta þekkja landsmenn vel enda landsþekkt vörumerki sem hefur verið starfrækt síðan 1986. „Við opnuðum nýjan stað í Öskjuhlíð, hjá bensínstöð Orkunnar, en hann hefur fengið frábærar viðtökur. Þar er líka auðvelt að stökkva inn og grípa sér uppáhalds bátinn sinn á leið heim úr vinnu eða skóla.“

Nýjasti staðurinn er í Mathöllinni Hagasmára en sá staður býður upp á bílalúgu líkt og staðurinn okkar á Höfðanum. Við leggjum mikið upp úr gæðum og hraða á Hlöllabátum en það tekur aðeins örfáar mínútur að fá bátinn sinn og þjóta út í amstur dagsins.“

Nánari upplýsingar á veitingafelagid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×