„Ég er ekki hrifinn af henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 11:01 Karina Konstantinova í leik með Valsliðinu í vetur en í fyrra var hún hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Valskonan Karina Konstantinova var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær en sú búlgarska átti vissulega mikinn þátt í því að Valskonur sluppu með sigurinn frá heimsókn sinni til nýliða Stjörnunnar í Garðabæ. Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik