Innlent

Birta tossa­lista yfir þá sem ekki virða kvenna­­verk­­fall

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls. Vísir/Vilhelm

Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins á þriðju­dag hyggjast birta tossa­lista yfir at­vinnu­rek­endur sem hamla þátt­töku kvenna og kvára í kvenna­verk­fallinu. For­maður BSRB segir mark­miðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt.

Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda að­stand­endum verk­fallsins á­bendingar um vinnu­staði sem ekki styðja konur og kvár til þátt­töku á þriðju­dag. Að­stand­endur á­skilji sér rétt til þess að birta tossa­lista yfir at­vinnu­rek­endur sem þetta geri.

Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir, for­maður BSRB og einn skipu­leggj­enda, segir í sam­tali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn með­byr með verk­fallinu. Margir at­vinnu­rek­endur hafi strax skilið að um væri að ræða sam­fé­lags­legt verk­efni.

At­vinnu­rek­endur fái ráð­rúm til betr­um­bóta

Skipu­leggj­endum hafi hins vegar borist á­bendingar um vinnu­staði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvenna­verk­fallið. Þeim hafi þá dottið í hug að út­búa skjal til að halda utan um fjölda þeirra.

„Þá ein­mitt til að hafa sam­band fyrst við þessa at­vinnu­rek­endur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnu­stað til þess að taka þátt í þessum mikil­væga bar­áttu­degi fyrir jafn­rétti,“ segir Sonja.

„En mörgum á­bendinganna fylgja líka frá­sagnir af birtingar­myndum mis­réttis inni á vinnu­stöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafn­vel ganga skrefinu lengra og birta alla­vega nöfnin á þeim at­vinnu­rek­endum sem ekki ætla að styðja við þessa jafn­réttis­bar­áttu.“

Listinn verði birtur fyrir þriðju­dag

Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðju­dag, þegar verk­fallið fer fram. Mark­miðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í sam­fé­laginu til þess.

Þannig að þið hafið ekki endan­lega á­kveðið hve­nær listinn verður birtur?

„Nei, það fer ein­mitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda at­vinnu­rek­endum á­bendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að ein­hverjir at­vinnu­rek­endur hafi tekið þetta ó­stinnt upp í fyrstu og alla­vega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upp­lýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“

Sonja segir að fjór­tán manns séu í fram­kvæmda­stjórn vegna kvenna­verk­fallsins. Hún segist ekki hafa ná­kvæma tölu á hreinu yfir fjölda at­vinnu­rek­enda sem ekki hyggjast virða verk­fallið, þær tölur eigi eftir að taka saman.

En það er ein­hver fjöldi?

„Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×