Í hag allra að loftslagskrísunni sé mætt af ákafa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2023 13:30 Veðuröfgar eru meðal þess sem orsakast af loftslagsbreytingum. Vísir/RAX Forseti Ungra umhverfissinna segir innihald nýrrar vísindaskýrlu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vera sláandi en ekki hafa komið á óvart. Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35
Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01