UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 07:31 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum Vísir/Hulda Margrét Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. „Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
„Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira