Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 13:04 Bleik messa verður í Akraneskirkju á Vökudögum þar sem þessar konur munu örugglega mæta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika. Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend Akranes Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend
Akranes Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning