Sýnum samstöðu Logi Einarsson skrifar 23. október 2023 14:30 Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Kvennaverkfall Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun