Hættur við að fá gestaþjóna í kvennaverkfalli og biðst afsökunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2023 17:46 Haraldur Þorleifsson, hefur hætt við sérstakan viðburð á Önnu Jónu á morgun. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi veitingahússins Önnu Jónu, er hættur við að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna á morgun í tilefni af kvennaverkfalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023 Kvennaverkfall Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023
Kvennaverkfall Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira