Markverðir Arsenal meðal þeirra fimm sem hafa hlutfallslega varið fæst skot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:30 Ramsdale og Raya eru að berjast um stöðuna hjá Arsenal. Nick Potts/Getty Images Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar. Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira