Spennandi söguþræðir fyrir NBA tímabilið sem hefst í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 13:30 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets unnu titilinn í sumar. Þetta var sá fyrsti í sögu félagsins og Jokic kom sér endanlega með því í hóp með bestu leikmönnum sögunnar. Getty/Justin Edmond NBA deildin í körfubolta hefst í kvöld en það hefur margt breyst frá því því að Denver Nuggets fagnaði sínum fyrsta NBA titli í júní síðastliðnum. Nikola Jokic og félagar í Denver liðinu komu auðvitað mörgum á óvart með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð þar sem þeir læddust alla leið inn í lokaúrslitin og unnu svo titilinn eftir sannfærandi 4-1 sigur á Miami Heat í lokaúrslitunum. Enn á ný virðist pressan ekki vera mikil á Denver liðinu. Nikola Jokic's 2023 NBA Playoff run was SPECIAL Watch his @nuggets receive their rings tomorrow night at 7pm/et on TNT... and then start their title defense!#KiaTipOff23 pic.twitter.com/oZn5ZSKIWl— NBA (@NBA) October 23, 2023 Önnur lið í deildinni hafa nefnilega safnað liði og stolið um leið svolítið sviðsljósinu af meisturunum í sumar. Á meðan Jokic hefur verið upptekinn með hestana sína í Serbíu þá hefur margir mögulegir keppinautar liðsins breyst mikið. Nýtt ofurtvíeyki í Milwaukee Stærstu leikmannaskipti sumarsins eru án efa vistaskipti bakvarðarins öfluga Damian Lillard frá Portland Trail Blazers til Milwaukee Bucks. Hjá Bucks myndar hann eitt áhugaverðasta tvíeykið í deildinni með Giannis Antetokounmpo. Giannis var að framlengja við Bucks í gær og það eru margir sem sjá fyrir sér frábær ár með þessu nýja mögulega besta tvíeyki deildarinnar. Þeir eiga að vega hvorn annan uppi inn á vellinum og ættu líka að geta spilað vagg og veltu með eins óstöðvandi hættu og þeir Stockton og Malone gerðu forðum. Antetokounmpo varð meistari með Bucks árið 2021 og er örugglega orðinn mjög hungraður í að bæta fleiri titlum við. Með Lillard sér við hlið eru flestir vegir færir. Lillard var á leið til Miami Heat í flesta augum en ekkert varð að því. Heat liðið missti líka öfluga aukaleikara eins og þá Gabe Vincent og Max Strus sem slógu í gegn í ævintýri liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár. Það verður því kannski erfitt fyrir þá að komast aftur á stærsta sviðið í ár. Sólarheitt þríeyki í Phoenix Phoenix Suns býður nú upp á þríeykið Kevin Durant, Devin Booker og Bradley Beal sem er mjög spennandi þrenna þegar þarf að setja stig upp á töfluna en svo er það spurningin um varnarleik og jafnvægi innan liðsins. Suns fór fyrst í þriggja félaga skipti við Washington og Indiana Pacers þar sem liðið endaði með Bradley Beal en missti Chris Paul. Seinna í sumar skiptu þeir Deandre Ayton í þriggja félaga skiptum við Portland Trail Blazers og Milwaukee Bucks þar sem þeir enduðu með flotta leikmenn eins og Jusuf Nurkić og Grayson Allen. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Boston Celtics er annað lið sem hefur bætt við áhugaverðum leikmönnum við liðið sitt. Liðið lét reyndar Marcus Smart fara til Memphis Grizzlies en fékk í staðinn Kristaps Porzingis. Liðið skipti einnig Malcolm Brogdon og Robert Williams III til Portland Trail Blazers en fékk í staðinn Jrue Holiday. Jrue Holiday og Kristaps Porzingis eru athyglisverð viðbót við þetta Boston lið sem hefur vantað örlítið upp á að fara alla leið undanfarin tímabil. Það er búist við miklu af liðinu í vetur og spurning hvort að þessi útgáfa komi þeim alla leið. 31 minutes of 30 doing his thing last year What does Steph Curry have in store for Year 15? pic.twitter.com/Wl5W9LZonM— NBA (@NBA) October 23, 2023 Chris Paul í titlaleit Chris Paul endaði á því að fara til Golden State Warriors þar sem maðurinn sem hefur aldrei unnið neitt er kominn til liðsins sem hefur unnið flesta titla á síðustu árum. Það er áhugaverð blanda. Paul er stórt nafn en um leið er farið að hægjast mikið á honum. Warriors liðið er nú orðið eytt það elsta í deildinni og það gæti verið erfitt fyrir menn að halda mönnum fyrir framan sig í vetur. Reynslan og sigurhefðin er aftur á móti mjög sterk hjá Golden State og þeir eru auðvitað enn með hinn ótrúlega Stephen Curry sem gæti borið Chris Paul og félaga langt. LeBron James er nú orðinn formlega elsti leikmaður NBA deildarinnar og hann gerir eina tilraun til viðbótar með Anthony Davis. Lakers hefur gert ágæta hluti á markaðnum og samdi við öfluga leikmenn eins og Gabe Vincent (áður Miami Heat) og Christian Wood (Dallas Mavericks). Lykilatriðið er þó að James og Davis verði heilir. Davis ætlar að láta til sín taka og Darvin Ham þjálfari vill að hann taki mun fleiri þriggja stiga skot í vetur. Óvissan með Harden Það er óvissa í kringum bæði framtíð James Harden og hvernig lið hans Philadelphia 76ers mætir til leiks með nýjan þjálfara og nýjar áherslur. 76ers liðið er enn með Joel Embiid, besta leikmann síðasta tímabils en Harden vill komast í burtu og beitir öllum mögulegum aðferðum til að fá slíkt í gegn. Harden vill helst komast til Los Angeles Clippers þar sem Kawhi Leonard og Paul George verkefnið er á allra síðasta séns eftir meiðslahrjáð síðustu tímabil. Nú hafa þeir Russell Westbrook með sér frá fyrsta leik en stóra spurningin virðist alltaf vera hvenær en ekki hvort þeir munu meiðast. Tveir aðrir leikmenn þurfa líka að stimpla sig aftur inn í hóp þeirra bestu eftir að hafa verið lítið með undanfarin ár. Það eru þeir Ben Simmons hjá Brooklyn Nets og Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. Báðir áttu að vera framtíðarstórstjörnur í deildinni en hafa komið sér í fréttirnar undanfarin ár fyrir lítið annað en meiðsli og vandræði utan vallarins. Það má heldur ekki gleyma því að inn í deildina eru að koma mjög áhugaverðir nýliðar. Tveir leikmenn sem gætu breytt miklu. Nýliðar sem tekið verður eftir Þar erum við að tala um Victor Wembanyama sem San Antonio Spurs þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar til að taka með fyrsta valrétti í nýliðavalinu. Árið áður hafði Oklahoma City Thunder tekið Chet Holmgren með öðrum valrétti en hann spilaði ekkert með Thunder í fyrra vegna meiðsla sem hann varð fyrir tímabilið. Þessir tveir munu breyta miklu fyrir liðin sín og keppa um það að vera kosnir nýliðar ársins. Það hefur verið mikið látið með Wembanyama og hann hefur þegar staðið undir því með mögnuðum tilþrifum á undirbúningstímabilinu. Einstakur leikmaður enda spilar einn hæsti leikmaður deildarinnar en eins léttleikandi skotbakvörður. Chet Holmgren er líka mjög fjölhæfur stór leikmaður og er eins og Wembanyama mjög öflugur í varnarleiknum líka. Holmgren er líka frábær þriggja stiga skytta sem 216 sentimetra maður sem er alltaf mjög erfitt að eiga við. Svo gerist alltaf eitthvað óvænt á hverju NBA tímabili, lið slá í gegn, lið valda vonbrigðum og nýjar stjörnur verða til. Stöð 2 Sport mun fylgjast vel með gangi mála í vetur og verður fyrsta beina útsendingin í kvöld þegar meistarar Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn. Útsendingin hefst klukkan 23.30 á Stöð 2 Sport 2. Less than 24 hours away from #KiaTipOff23! The 2023-24 regular season tips off Tuesday night on TNT with Lakers/Nuggets followed by Suns/Warriors! pic.twitter.com/KBZZL19Zyr— NBA (@NBA) October 24, 2023 NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Nikola Jokic og félagar í Denver liðinu komu auðvitað mörgum á óvart með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð þar sem þeir læddust alla leið inn í lokaúrslitin og unnu svo titilinn eftir sannfærandi 4-1 sigur á Miami Heat í lokaúrslitunum. Enn á ný virðist pressan ekki vera mikil á Denver liðinu. Nikola Jokic's 2023 NBA Playoff run was SPECIAL Watch his @nuggets receive their rings tomorrow night at 7pm/et on TNT... and then start their title defense!#KiaTipOff23 pic.twitter.com/oZn5ZSKIWl— NBA (@NBA) October 23, 2023 Önnur lið í deildinni hafa nefnilega safnað liði og stolið um leið svolítið sviðsljósinu af meisturunum í sumar. Á meðan Jokic hefur verið upptekinn með hestana sína í Serbíu þá hefur margir mögulegir keppinautar liðsins breyst mikið. Nýtt ofurtvíeyki í Milwaukee Stærstu leikmannaskipti sumarsins eru án efa vistaskipti bakvarðarins öfluga Damian Lillard frá Portland Trail Blazers til Milwaukee Bucks. Hjá Bucks myndar hann eitt áhugaverðasta tvíeykið í deildinni með Giannis Antetokounmpo. Giannis var að framlengja við Bucks í gær og það eru margir sem sjá fyrir sér frábær ár með þessu nýja mögulega besta tvíeyki deildarinnar. Þeir eiga að vega hvorn annan uppi inn á vellinum og ættu líka að geta spilað vagg og veltu með eins óstöðvandi hættu og þeir Stockton og Malone gerðu forðum. Antetokounmpo varð meistari með Bucks árið 2021 og er örugglega orðinn mjög hungraður í að bæta fleiri titlum við. Með Lillard sér við hlið eru flestir vegir færir. Lillard var á leið til Miami Heat í flesta augum en ekkert varð að því. Heat liðið missti líka öfluga aukaleikara eins og þá Gabe Vincent og Max Strus sem slógu í gegn í ævintýri liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár. Það verður því kannski erfitt fyrir þá að komast aftur á stærsta sviðið í ár. Sólarheitt þríeyki í Phoenix Phoenix Suns býður nú upp á þríeykið Kevin Durant, Devin Booker og Bradley Beal sem er mjög spennandi þrenna þegar þarf að setja stig upp á töfluna en svo er það spurningin um varnarleik og jafnvægi innan liðsins. Suns fór fyrst í þriggja félaga skipti við Washington og Indiana Pacers þar sem liðið endaði með Bradley Beal en missti Chris Paul. Seinna í sumar skiptu þeir Deandre Ayton í þriggja félaga skiptum við Portland Trail Blazers og Milwaukee Bucks þar sem þeir enduðu með flotta leikmenn eins og Jusuf Nurkić og Grayson Allen. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Boston Celtics er annað lið sem hefur bætt við áhugaverðum leikmönnum við liðið sitt. Liðið lét reyndar Marcus Smart fara til Memphis Grizzlies en fékk í staðinn Kristaps Porzingis. Liðið skipti einnig Malcolm Brogdon og Robert Williams III til Portland Trail Blazers en fékk í staðinn Jrue Holiday. Jrue Holiday og Kristaps Porzingis eru athyglisverð viðbót við þetta Boston lið sem hefur vantað örlítið upp á að fara alla leið undanfarin tímabil. Það er búist við miklu af liðinu í vetur og spurning hvort að þessi útgáfa komi þeim alla leið. 31 minutes of 30 doing his thing last year What does Steph Curry have in store for Year 15? pic.twitter.com/Wl5W9LZonM— NBA (@NBA) October 23, 2023 Chris Paul í titlaleit Chris Paul endaði á því að fara til Golden State Warriors þar sem maðurinn sem hefur aldrei unnið neitt er kominn til liðsins sem hefur unnið flesta titla á síðustu árum. Það er áhugaverð blanda. Paul er stórt nafn en um leið er farið að hægjast mikið á honum. Warriors liðið er nú orðið eytt það elsta í deildinni og það gæti verið erfitt fyrir menn að halda mönnum fyrir framan sig í vetur. Reynslan og sigurhefðin er aftur á móti mjög sterk hjá Golden State og þeir eru auðvitað enn með hinn ótrúlega Stephen Curry sem gæti borið Chris Paul og félaga langt. LeBron James er nú orðinn formlega elsti leikmaður NBA deildarinnar og hann gerir eina tilraun til viðbótar með Anthony Davis. Lakers hefur gert ágæta hluti á markaðnum og samdi við öfluga leikmenn eins og Gabe Vincent (áður Miami Heat) og Christian Wood (Dallas Mavericks). Lykilatriðið er þó að James og Davis verði heilir. Davis ætlar að láta til sín taka og Darvin Ham þjálfari vill að hann taki mun fleiri þriggja stiga skot í vetur. Óvissan með Harden Það er óvissa í kringum bæði framtíð James Harden og hvernig lið hans Philadelphia 76ers mætir til leiks með nýjan þjálfara og nýjar áherslur. 76ers liðið er enn með Joel Embiid, besta leikmann síðasta tímabils en Harden vill komast í burtu og beitir öllum mögulegum aðferðum til að fá slíkt í gegn. Harden vill helst komast til Los Angeles Clippers þar sem Kawhi Leonard og Paul George verkefnið er á allra síðasta séns eftir meiðslahrjáð síðustu tímabil. Nú hafa þeir Russell Westbrook með sér frá fyrsta leik en stóra spurningin virðist alltaf vera hvenær en ekki hvort þeir munu meiðast. Tveir aðrir leikmenn þurfa líka að stimpla sig aftur inn í hóp þeirra bestu eftir að hafa verið lítið með undanfarin ár. Það eru þeir Ben Simmons hjá Brooklyn Nets og Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. Báðir áttu að vera framtíðarstórstjörnur í deildinni en hafa komið sér í fréttirnar undanfarin ár fyrir lítið annað en meiðsli og vandræði utan vallarins. Það má heldur ekki gleyma því að inn í deildina eru að koma mjög áhugaverðir nýliðar. Tveir leikmenn sem gætu breytt miklu. Nýliðar sem tekið verður eftir Þar erum við að tala um Victor Wembanyama sem San Antonio Spurs þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar til að taka með fyrsta valrétti í nýliðavalinu. Árið áður hafði Oklahoma City Thunder tekið Chet Holmgren með öðrum valrétti en hann spilaði ekkert með Thunder í fyrra vegna meiðsla sem hann varð fyrir tímabilið. Þessir tveir munu breyta miklu fyrir liðin sín og keppa um það að vera kosnir nýliðar ársins. Það hefur verið mikið látið með Wembanyama og hann hefur þegar staðið undir því með mögnuðum tilþrifum á undirbúningstímabilinu. Einstakur leikmaður enda spilar einn hæsti leikmaður deildarinnar en eins léttleikandi skotbakvörður. Chet Holmgren er líka mjög fjölhæfur stór leikmaður og er eins og Wembanyama mjög öflugur í varnarleiknum líka. Holmgren er líka frábær þriggja stiga skytta sem 216 sentimetra maður sem er alltaf mjög erfitt að eiga við. Svo gerist alltaf eitthvað óvænt á hverju NBA tímabili, lið slá í gegn, lið valda vonbrigðum og nýjar stjörnur verða til. Stöð 2 Sport mun fylgjast vel með gangi mála í vetur og verður fyrsta beina útsendingin í kvöld þegar meistarar Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn. Útsendingin hefst klukkan 23.30 á Stöð 2 Sport 2. Less than 24 hours away from #KiaTipOff23! The 2023-24 regular season tips off Tuesday night on TNT with Lakers/Nuggets followed by Suns/Warriors! pic.twitter.com/KBZZL19Zyr— NBA (@NBA) October 24, 2023
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum