Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Visir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður kvennaverkfallið fyrirferðarmest eins og búast mátti við. 

Þorri íslenskra kvenna lagði niður störf í dag til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna. Við heyrum í skipuleggjendum viðburðarins en búist er við þúsundum kvenna á Arnarhól síðar í dag þar sem blásið verður til baráttufundar. 

Einnig forvitnumst við um áhrif verkfallsins á samfélagið en starfsemi fyrirtækja og stofnana liggur víða niðri vegna aðgerðanna. 

Að auki tökum við stöðuna á aðgerðum Ísraelshers á Gasa svæðinu en herinn segist hafa gert 400 árásir á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Hamas fullyrða að 140 hafi fallið í þeim árásum. 

Þá fjöllum við um eitt stærsta fíkniefnamál í Íslandssögunni sem nú er fyrir dómstólum en þar eru þrír Danis sakaðir um smyg á um 160 kílóum af hassi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×