Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 22:00 Það tekur Önnu Alexíu um klukkustund að baka rúmlega hundrað kleinur með ömmu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“ Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“
Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira