Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 22:00 Það tekur Önnu Alexíu um klukkustund að baka rúmlega hundrað kleinur með ömmu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“ Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“
Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira