Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið alvöru leik“ Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks Vísir/Getty Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfarateymi liðsins hefur staðið að undirbúningi þess fyrir þennan mikilvæga leik. Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira