Lífið samstarf

Vel­kominn, vetur konungur

Icewear
Í dag, fyrsta vetrardag, frumsýnir Icewear nýja útgáfu af íslensku ullareinangruninni sem er úlpan Vatnajökull. Það sem einkennir m.a. úlpuna er mjög töff snið, nostrað er við mikið af smáatriðum og svo gerir íslenska ullareinangrunin hana auðvitað mjög einstaka. Úlpan fer í almenna sölu í byrjun nóvember.
Í dag, fyrsta vetrardag, frumsýnir Icewear nýja útgáfu af íslensku ullareinangruninni sem er úlpan Vatnajökull. Það sem einkennir m.a. úlpuna er mjög töff snið, nostrað er við mikið af smáatriðum og svo gerir íslenska ullareinangrunin hana auðvitað mjög einstaka. Úlpan fer í almenna sölu í byrjun nóvember.

Nú er rétti tíminn til að huga að hlýjum úlpum enda er vetur konungur farinn að minna á sig víða um land. Icewear býður upp á breytt úrval af úlpum á mjög góðu verðbili.

„Sérstaða Icewear liggur í íslenskri ullareinangrun,“ segir Elma Bjartmarsdóttir, markaðsstjóri Icewear. „Íslenska ullin hefur haldið hita í þjóðinni undanfarnar aldir og er notuð í stað þess að nota dún eða aðrar polyester fyllingar.“

Icewear á sér langa sögu en allt byrjaði þetta árið 1972 á lítilli prjónastofu á Hvammstanga og með íslensku kindinni. „Íslenska ullareinangrunin byggir því á sögu vörumerkisins og nýsköpun á heimsvísu. Íslendingar þekkja ullina og vita að hún aðlagar sig að líkamshita, bæði í hita og kulda. Sá eiginleiki kemur því í veg fyrir að fólk til dæmis svitni þegar komið er inn í verslun í miklum kulda og þykkri úlpu.“

Fönn er úlpa með íslenskri ullareinangrun.

Ný og glæsileg úlpa frumsýnd í dag

Funi dúnúlpan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár að sögn Elmu en ullareinangrunin hefur sótt í sig veðrið síðasta árið. „Þar má helst nefna Kötlujökul, Ódáðahraun og Fönn en í dag, fyrsta vetrardag, frumsýnir Icewear nýja útgáfu af íslensku ullareinangruninni sem er úlpan Vatnajökull sem segja má að sé konungurinn í framleiðslunni á íslensku ullareinangruninni. Úlpan fer svo í almenna sölu í byrjun nóvember í verslunum okkar og á icewear.is.“

Kötlujökull er stórglæsileg úlpa frá Icewear.
Dúnúlpan Funi hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Vatnajökull er ullareinangruð með 200 gr af íslenskri ull og er auk þess með 200 gr ullareinangrun í innri jakka sem er hægt að renna úr. „Vatnajökull er mjög hlý og tæknileg en hún er þrír jakkar í einum. Það sem einkennir úlpuna er mjög töff snið, nostrað er við öll smáatriði og svo gerir íslenska ullareinangrunin hana auðvitað mjög einstaka.“

Ytra byrði Vatnajökuls er úr slitsterku ripstop efni, 5000 mm W/P, DWR vatnsfráhrindandi húð og teipaðir saumar eru á álagssvæðum.

Vatnajökull er auk þess OEKO-TEX vottuð flík sem þýðir að öll efni og fylgihlutir eru vottaðir af þriðja aðila og prófað er fyrir skaðlegum efnum. Ytra byrði er úr slitsterku ripstop efni, 5000 mm W/P, DWR vatnsfráhrindandi húð og teipaðir saumar eru á álagssvæðum.

Icewear býður upp á mikið úrval af barnafötum sem halda litlum kroppum hlýjum á köldum vetrardögum.

Hlý föt fyrir litla kroppa

Icewear rekur mjög stóra vefverslun sem sinnir bæði íslenskum og erlendum markaði. Þar er hægt að skoða allar vörur frá Icewear og fá helstu upplýsingar um liti, stærðir og snið auk þess sem hægt er að panta vörur og fá sent heim. „Einnig má benda á að við bjóðum upp á mikið úrval af barnafötum sem halda litlum kroppum hlýjum á köldum vetrardögum en Icewear framleiðir kuldagalla, úlpur og kuldabuxur á krakka úr íslensku ullareinangruninni.“

Nánari upplýsingar á icewear.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×