Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 18:32 Stúdentaráð hefur boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 vegna málsins. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira