„Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 26. október 2023 21:53 Mate Dalmay var léttur í leikslok. Vísir/Diego Það má svo sannarlega segja að Mate Dalmay, þjálfari Hauka, hafi verið hinn hressasti eftir sigur gegn sínum fyrrum lærisveinum í Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum. Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum.
Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05