Björguðu yfir þúsund köttum frá slátrun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:59 Kettirnir höfðu dúsað í trékössum í sex daga áður en þeir voru settir um borð í vöruflutningabíl. Vísir/Vilhelm Lögregla í Zhangjiagang borg í Kína hefur bjargað yfir þúsund köttum frá slátrun. Til stóð að selja kjötið af köttunum og dulbúa það sem svína-og kindakjöt. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að lögreglunni hafi borist ábending frá dýravelferðarsinnum vegna málsins. Lögregla hafi svo stöðvað vöruflutningabíl sem hafi verið fullur af lifandi köttum. Dýravelferðarsinnar höfðu fengið veður af því að miklum fjölda katta hefði verið komið fyrir í trékössum í kirkjugarði í borginni. Þeir fylgdust með kössunum í sex daga, þar til að köttunum var komið fyrir um borð í vöruflutningabílnum þann 12. október síðastliðnum. Breska ríkisútvarpið vinnur umfjöllun sína upp úr kínverskum miðlum en þar kemur fram að umfjöllunin hafi valdið mikilli reiði meðal almennings á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Kölluðu einhverjir eftir því að reglur um dýravelferð yrðu hertar í landinu. Þá kemur fram að hægt sé að fá um 4,5 yuan fyrir hver sex hundruð grömm af kattakjöti eða því sem nemur 0,61 bandaríkjadali og tæpum 87 íslenskum krónum. Svartur markaður með kattakjöt sé því blómlegur. Óljóst er hvort kettirnir þúsund sem bjargað var hafi verið villikettir eða gæludýr. Zhangjiagang er í norðausturhluta Kína en til stóð að flytja kettina til suðurhluta landsins þar sem nýta átti kjötið af þeim og dulbúa sem svínakjöt og lambakjöt, meðal annars í formi pylsna. Kína Kettir Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að lögreglunni hafi borist ábending frá dýravelferðarsinnum vegna málsins. Lögregla hafi svo stöðvað vöruflutningabíl sem hafi verið fullur af lifandi köttum. Dýravelferðarsinnar höfðu fengið veður af því að miklum fjölda katta hefði verið komið fyrir í trékössum í kirkjugarði í borginni. Þeir fylgdust með kössunum í sex daga, þar til að köttunum var komið fyrir um borð í vöruflutningabílnum þann 12. október síðastliðnum. Breska ríkisútvarpið vinnur umfjöllun sína upp úr kínverskum miðlum en þar kemur fram að umfjöllunin hafi valdið mikilli reiði meðal almennings á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Kölluðu einhverjir eftir því að reglur um dýravelferð yrðu hertar í landinu. Þá kemur fram að hægt sé að fá um 4,5 yuan fyrir hver sex hundruð grömm af kattakjöti eða því sem nemur 0,61 bandaríkjadali og tæpum 87 íslenskum krónum. Svartur markaður með kattakjöt sé því blómlegur. Óljóst er hvort kettirnir þúsund sem bjargað var hafi verið villikettir eða gæludýr. Zhangjiagang er í norðausturhluta Kína en til stóð að flytja kettina til suðurhluta landsins þar sem nýta átti kjötið af þeim og dulbúa sem svínakjöt og lambakjöt, meðal annars í formi pylsna.
Kína Kettir Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira