Kettir

Fréttamynd

Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skóla­slit

Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. 

Lífið
Fréttamynd

Bæjar­stjórn Garða­bæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi

Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 

Lífið
Fréttamynd

Salvador á Djúpa­vogi reyndist heita Buszek og búa í Sand­gerði

Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi.

Lífið
Fréttamynd

Bíða eftir tölvu­pósti frá Heims­meta­bók Guinness

Eigandi brasilíska kattarins Xartrux reynir nú að fá nafn kattarins ritað í sögubækurnar en hann er einn og hálfur metri að lengd og rúmlega tíu kíló. Xartrux, eða eigandi hans öllu að heldur, leitast eftir heimsfrægð og vill að upplýsingar um holdafar kattarins rati í heimsmeistarbók Guinness þar sem hann verði skráður stærsti köttur heims.

Lífið
Fréttamynd

Málið sem skekið hefur Skeifuna

Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Undrun og reiði meðal vina Diego

Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4.

Lífið
Fréttamynd

Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum

Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Innlent
Fréttamynd

Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út

Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum.

Innlent
Fréttamynd

Um 250 gælu­dýr enn í Grinda­vík

Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Viltu elska mig?

Ég hef eytt löngum stundum á kaffihúsi hér í borginni þar sem ég hef átt hraðstefnumót við misskemmtileg og óáhugavert fólk. Ég sit stundum í makindum mínum úti í glugga á kvöldin og syng. En ég er ekki að syngja fyrir aðra, bara fyrir mig. Kannski er ég að kalla á vin, leita að ástinni. Frelsinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsan­legt krabba­mein reyndust hár­teygjur í tuga­tali

Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. 

Lífið
Fréttamynd

Fundu Kodda mjög hræddan á þaki bruna­rústanna

Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band: Ketti bjargað af þaki í brunanum

Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 

Lífið
Fréttamynd

Heimilis­kötturinn gaf eig­endur sína saman

Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Hunda- og katta­hald í fjöl­býlis­húsum

Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu.

Skoðun
Fréttamynd

Kom í leitirnar eftir sex ár á ver­gangi

Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum.

Innlent