Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 07:14 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“ Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“