Vellauðugur þingmaður frá Minnesota býður sig fram gegn Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 09:47 Dean Phillips virðist ekki munu áorka meiru en að skapa sér óvinsældir með framboðinu, ef marka má fyrstu viðbrögð. AP/Alex Brandon Dean Phillips, þingmaður frá Minnesota, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Phillips segir Biden hafa staðið sig frábærlega en það sé tímabært að horfa til framtíðar. Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira