Callum Wilson kom gestunum frá Norður-Englandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Mario Lemina jafnaði eftir góðan sprett frá Pedro Neto sem þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik.
Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir hræódýra vítaspyrnu sem Wilson skoraði af öryggi úr og Newcastle 2-1 yfir í hálfleik. Hwang Hee-Chan jafnaði metin þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og þar við sat, lokatölur 2-2.
Newcastle er í 6. sæti með 17 stig að loknum 10 leikjum á meðan Úlfarnir eru í 12. sæti með 12 stig.