Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. október 2023 10:14 Ástin og gleðin voru svo sannarlega við völd í gærkvöldi. Búningarnir voru stórkostlegir og sumir ansi ógnvekjandi, eins og tvíburarar þeirrar Sunnevu og Baltasars. Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta. Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta.
Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira