Max Verstappen sló met en hörmung fyrir heimamanninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 06:20 Max Verstappen fagnar sigri í kappakstrinum í Mexíkó með því að setja upp Sombrero hatt. AP/Fernando Llano Max Verstappen er fyrir löngu orðinn heimsmeistari ökumanna í formúlu eitt en hann heldur þó áfram að bæta við ótrúlegt forskot sitt. Verstappen bætti eigið met frá því í fyrra þegar hann vann sinn sextánda kappakstur á tímabilinu í mexíkanska kappakstrinum í nótt. Hann vann fimmtán keppnir þegar hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í fyrra. Thank you Mexico, the past few days have been incredible We are experiencing an amazing season, and again today, we had a really strong race! We were absolutely flying @redbullracing Let s keep pushing #MexicoGP pic.twitter.com/RrIFMUKjM6— Max Verstappen (@Max33Verstappen) October 29, 2023 Það eru enn þrjár keppnir eftir og því á Verstappen möguleika á því að bæta enn við þetta met. Verstappen byrjaði á ráspól en komst fram úr Ferrari mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz Jr. strax í byrjun. Sigur hans var frekar öruggur eftir þetta. Hopes upended Sergio Perez's dramatic clash with Charles Leclerc on the opening lap ended any dreams of a win in the Mexican's home race #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/TjAasH2AGM— Formula 1 (@F1) October 30, 2023 Heimamaðurinn Sergio Pérez ræsti fimmti og ætlaði sér stóra hluti en það fór ekki vel. Hann klessti á Leclerc í fyrstu beygju og var úr leik. Hrein hörmung fyrir hann og fjölmarga stuðningsmenn hans sem fengu bara að sjá hann í nokkrar sekúndur. Leclerc hélt áfram og endaði á palli. Hann missti þó líka Lewis Hamilton fram úr sér en Hamilton fór úr sjötta sætinu á ráspól upp í annað sætið. Danski ökumaðurinn endaði keppnina líka þegar fjaðrabúnaður bílsins bilaði og hann endaði út á varnargarðinum. Hann slapp ómeiddur en bíllinn var í rúst. Rauði bílinn kom út með varnargarðurinn var lagaður. Max Verstappen wins the #MexicoGP!!! Making it a record breaking 16 wins in a single F1 season pic.twitter.com/YOabsGrBjt— Max Verstappen (@VerstappenCOM) October 29, 2023 Hollenski heimsmeistarinn er kominn með 491 stig eða 251 stigi meira en Sergio Pérez sem er annar með 240 stig. Hamilton er þriðji í keppni ökumanna með 220 stig og þeir Spain Carlos Sainz Jr. og Fernando Alonso eru síðan með 183 stig hvor. A big impact with the barriers for K-Mag brought out the red flag #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/iNGC0V74Hq— Formula 1 (@F1) October 30, 2023 DRIVER STANDINGSThe battle for P2 hots up, while Sainz overtakes Alonso for P4 #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/e3DbNRpPy3— Formula 1 (@F1) October 29, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen bætti eigið met frá því í fyrra þegar hann vann sinn sextánda kappakstur á tímabilinu í mexíkanska kappakstrinum í nótt. Hann vann fimmtán keppnir þegar hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í fyrra. Thank you Mexico, the past few days have been incredible We are experiencing an amazing season, and again today, we had a really strong race! We were absolutely flying @redbullracing Let s keep pushing #MexicoGP pic.twitter.com/RrIFMUKjM6— Max Verstappen (@Max33Verstappen) October 29, 2023 Það eru enn þrjár keppnir eftir og því á Verstappen möguleika á því að bæta enn við þetta met. Verstappen byrjaði á ráspól en komst fram úr Ferrari mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz Jr. strax í byrjun. Sigur hans var frekar öruggur eftir þetta. Hopes upended Sergio Perez's dramatic clash with Charles Leclerc on the opening lap ended any dreams of a win in the Mexican's home race #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/TjAasH2AGM— Formula 1 (@F1) October 30, 2023 Heimamaðurinn Sergio Pérez ræsti fimmti og ætlaði sér stóra hluti en það fór ekki vel. Hann klessti á Leclerc í fyrstu beygju og var úr leik. Hrein hörmung fyrir hann og fjölmarga stuðningsmenn hans sem fengu bara að sjá hann í nokkrar sekúndur. Leclerc hélt áfram og endaði á palli. Hann missti þó líka Lewis Hamilton fram úr sér en Hamilton fór úr sjötta sætinu á ráspól upp í annað sætið. Danski ökumaðurinn endaði keppnina líka þegar fjaðrabúnaður bílsins bilaði og hann endaði út á varnargarðinum. Hann slapp ómeiddur en bíllinn var í rúst. Rauði bílinn kom út með varnargarðurinn var lagaður. Max Verstappen wins the #MexicoGP!!! Making it a record breaking 16 wins in a single F1 season pic.twitter.com/YOabsGrBjt— Max Verstappen (@VerstappenCOM) October 29, 2023 Hollenski heimsmeistarinn er kominn með 491 stig eða 251 stigi meira en Sergio Pérez sem er annar með 240 stig. Hamilton er þriðji í keppni ökumanna með 220 stig og þeir Spain Carlos Sainz Jr. og Fernando Alonso eru síðan með 183 stig hvor. A big impact with the barriers for K-Mag brought out the red flag #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/iNGC0V74Hq— Formula 1 (@F1) October 30, 2023 DRIVER STANDINGSThe battle for P2 hots up, while Sainz overtakes Alonso for P4 #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/e3DbNRpPy3— Formula 1 (@F1) October 29, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira