Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 07:59 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf. Getty Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar. Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar.
Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira