Miklar væntingar eru bundnar við Holmgren, nýliða Oklahoma City Thunder, og í leiknum á undan var strákurinn með 16 stig, 13 fráköst og 7 varin skot í sigri á Cleveland Cavaliers.
Hann fékk hins vegar að reyna sig á móti hinum öfluga Jokic og félögum hans í meistaraliði Nuggets.
Denver vann leikinn með 33 stiga mun, 128-95 en Holmgren var engu að síður með 19 stig í leiknm. Jokic spilaði bara í 30 mínútur en var með 28 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar.
Hans ráð til nýliðans eftir leik voru hreinskilin og alveg í karakter hjá Serbanum.
„Hann er mjög hæfileikaríkur gæi en þetta bara fyrsta árið hans. Hann er enn að læra allt saman og þarf að öðlast meiri reynslu. Ég held að hann þurfi að vera aðeins feitari ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Nikola Jokic.