Björgvin Karl: Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson náði bara tólfta sætinu á Rogue Invitational stórmótinu. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti á Rogue Invitational stórmótinu sem fór fram í Texas um helgina. Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira