Heldur minni gæsaveiði í haust Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2023 09:10 Gæs er hátíðarmatur Gæsaveiðin hefst á hverju ári þann 20. ágúst og það er töluverður fjöldi sem stundar þessar veiðar langt fram í nóvember. Villt gæs hefur lengi verið vinsæl á borðum landsmanna á haustin og yfir hátíðarnar enda hefur villibráð verið að sækja í sig veðrið til dæmis á matseðlum veitingahúsa á þessum árstíma. Gæsaveiðin hefur verið heldur minni þetta árið að sögn þeirra veiðimanna sem Veiðivísir hefur rætt við þó það fari aðeins eftir landshlutum. Þeir sem hafa verið duglegastir að skjóta á ökrum og góðum löndum á suðulandi segja að þeir hafi skotið töluvert minna en síðustu ár. Þar hafi það ekki verið skortur á fugli sem valdi því að minna veiðist heldur hefur veður spilað þar stóra rullu. Það er vel þekkt að þegar það er bjart, stillt og fallegt haustveður er gæsin mjög vör um sig og oft á tíðum erfitt að fá hana niður í akur þar sem setið er fyrir henni. Þeir sem hafa verið hvað duglegastir við veiðarnar segjast hafa verið með þriðjungi minna en í fyrra sem dæmi en engin hefur haft orð á að minna sé af fugli. Samkvæmt talningum hefur grágæsastofninn minnkað á meðan heiðagæsastofninn stækkar og hafa skyttur verið hvattar til að leggja meiri áherlu á heiðagæsaveiðar af þeim sökum. Mikið var af heiðagæs á norður og austurlandi og gerðu þeir sem stunda veiðar á því svæði mjög góða daga en að sama skapi segja viðmælendur Veiðivísis að oftar hefði mátt vera betra veiðiveður, eða eins og bera að skilja, verra veður fyrir þá landsmenn sem ekki stunda gæsaskytterí. Of margir dagar hafi verið ýmist bjartir og góðir eða úrhellisrigning og rok. Það hefði oftar mátt vera eitthvað þarna á milli. Skotveiði Mest lesið Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Metdagur í Eystri Rangá Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði
Villt gæs hefur lengi verið vinsæl á borðum landsmanna á haustin og yfir hátíðarnar enda hefur villibráð verið að sækja í sig veðrið til dæmis á matseðlum veitingahúsa á þessum árstíma. Gæsaveiðin hefur verið heldur minni þetta árið að sögn þeirra veiðimanna sem Veiðivísir hefur rætt við þó það fari aðeins eftir landshlutum. Þeir sem hafa verið duglegastir að skjóta á ökrum og góðum löndum á suðulandi segja að þeir hafi skotið töluvert minna en síðustu ár. Þar hafi það ekki verið skortur á fugli sem valdi því að minna veiðist heldur hefur veður spilað þar stóra rullu. Það er vel þekkt að þegar það er bjart, stillt og fallegt haustveður er gæsin mjög vör um sig og oft á tíðum erfitt að fá hana niður í akur þar sem setið er fyrir henni. Þeir sem hafa verið hvað duglegastir við veiðarnar segjast hafa verið með þriðjungi minna en í fyrra sem dæmi en engin hefur haft orð á að minna sé af fugli. Samkvæmt talningum hefur grágæsastofninn minnkað á meðan heiðagæsastofninn stækkar og hafa skyttur verið hvattar til að leggja meiri áherlu á heiðagæsaveiðar af þeim sökum. Mikið var af heiðagæs á norður og austurlandi og gerðu þeir sem stunda veiðar á því svæði mjög góða daga en að sama skapi segja viðmælendur Veiðivísis að oftar hefði mátt vera betra veiðiveður, eða eins og bera að skilja, verra veður fyrir þá landsmenn sem ekki stunda gæsaskytterí. Of margir dagar hafi verið ýmist bjartir og góðir eða úrhellisrigning og rok. Það hefði oftar mátt vera eitthvað þarna á milli.
Skotveiði Mest lesið Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Metdagur í Eystri Rangá Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði