Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:54 Írska söngkonan Enya á tónleikum í Berlín árið 2016. Mögulega að taka lagið Orinoco Flow (Sail Away). EPA Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað. Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað. Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað.
Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16
Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27
Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15