Tiger Woods og Rory McIlroy stofna saman nýja golfdeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 09:00 Tiger Woods og Rory McIlroy eru góðir félagar og hafa verið lengi. Getty/Ben Jared Við þekkjum liðakeppni í golfi helst í gegnum Ryder bikarinn sem fram fer á tveggja ára fresti. Nú hefur hins vegar verið stofnuð ný liðadeild í Bandaríkjunum og hún mun verða spiluð innanhúss. Deildin hefur fengið nafnið TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Andy Vermaut shares:TGL: Tiger Woods and Rory McIlroy's golf venture and what you need to know: An indoor "high-tech golf league" - launched by Tiger Woods and Rory McIlroy and backed by Stephen Curry and the Williams sisters - starts on 9 https://t.co/265DOVEIqX Thank you pic.twitter.com/o6gCpJ9jSF— Andy Vermaut (@AndyVermaut) October 31, 2023 Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Aðeins þrír af fjórum kylfingum hvers lið keppa hverju sinni. Fimmtán af tuttugu efstu mönnum heimslistans eru meðal þeirra 24 kylfinga af bandarísku mótaröðinni sem hafa skráð sig til leiks á fyrsta tímabilið. Deildin fer af stað þriðjudaginn 9. janúar 2024 næstkomandi. Fimm lið hafa þegar verið tilkynnt og bera nafn stórborga í Bandaríkjunum eða Atlanta, Boston, Los Angeles, New York og San Francisco. Curry kemur nálægt liðinu í San Francisco þar sem hann býr og spilar með Golden State Warriors. Tiger's and Rory's TGL announced its format and points system, while JT was the first to announce a team affiliation.https://t.co/lA8i8rSExT— Golf Central (@GolfCentral) October 31, 2023 Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu í bandarísku sjónvarpi en þeir eru spilaðir í The Sofi Center sem er á Palm Beach í Flórída. Hver viðburður mun taka um tvo klukkutíma. Hver leikur skiptist í tvo hluta. Í fyrsta hlutanum, sem telur níu holur, skiptast þrír meðlimir liðsins að slá. Í seinni hlutanum verða sex holur þar sem hver kylfingur í liðinu spilar tvær holur á móti kylfingi úr hinu liðinu. Stig eru gefin fyrir að vinna holu og það lið sem fær flest stig vinnur. Alls fara fram fimmtán leikir í deildinni en fjögur efstu liðin komast í undanúrslit þar sem sigurvegarar komast í úrslitaeinvígið þar sem þarf að vinna tvo leiki til að verða meistari. Serena og Venus Williams, Stephen Curry og eigendur Liverpool í Fenway Sports fjárfestingahópnum eru meðal bakhjarla deildarinnar. Tiger Woods and Rory McIlroy's new golf league TGL have announced their rules and format The new-look competition is set to get underway in January pic.twitter.com/CmlxgDkvFj— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 31, 2023 Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Deildin hefur fengið nafnið TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Andy Vermaut shares:TGL: Tiger Woods and Rory McIlroy's golf venture and what you need to know: An indoor "high-tech golf league" - launched by Tiger Woods and Rory McIlroy and backed by Stephen Curry and the Williams sisters - starts on 9 https://t.co/265DOVEIqX Thank you pic.twitter.com/o6gCpJ9jSF— Andy Vermaut (@AndyVermaut) October 31, 2023 Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Aðeins þrír af fjórum kylfingum hvers lið keppa hverju sinni. Fimmtán af tuttugu efstu mönnum heimslistans eru meðal þeirra 24 kylfinga af bandarísku mótaröðinni sem hafa skráð sig til leiks á fyrsta tímabilið. Deildin fer af stað þriðjudaginn 9. janúar 2024 næstkomandi. Fimm lið hafa þegar verið tilkynnt og bera nafn stórborga í Bandaríkjunum eða Atlanta, Boston, Los Angeles, New York og San Francisco. Curry kemur nálægt liðinu í San Francisco þar sem hann býr og spilar með Golden State Warriors. Tiger's and Rory's TGL announced its format and points system, while JT was the first to announce a team affiliation.https://t.co/lA8i8rSExT— Golf Central (@GolfCentral) October 31, 2023 Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu í bandarísku sjónvarpi en þeir eru spilaðir í The Sofi Center sem er á Palm Beach í Flórída. Hver viðburður mun taka um tvo klukkutíma. Hver leikur skiptist í tvo hluta. Í fyrsta hlutanum, sem telur níu holur, skiptast þrír meðlimir liðsins að slá. Í seinni hlutanum verða sex holur þar sem hver kylfingur í liðinu spilar tvær holur á móti kylfingi úr hinu liðinu. Stig eru gefin fyrir að vinna holu og það lið sem fær flest stig vinnur. Alls fara fram fimmtán leikir í deildinni en fjögur efstu liðin komast í undanúrslit þar sem sigurvegarar komast í úrslitaeinvígið þar sem þarf að vinna tvo leiki til að verða meistari. Serena og Venus Williams, Stephen Curry og eigendur Liverpool í Fenway Sports fjárfestingahópnum eru meðal bakhjarla deildarinnar. Tiger Woods and Rory McIlroy's new golf league TGL have announced their rules and format The new-look competition is set to get underway in January pic.twitter.com/CmlxgDkvFj— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 31, 2023
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti