Lífið

Nóvemberspá Siggu Kling: Allt mun breytast mjög snögg­lega

Sigga Kling skrifar
tviburi

Elsku tvíburinn minn, Þú ert búinn að vera þannig hugsandi að þér finnst eins og þú þurfir að fá staðfestingar á því hversu hæfileikaríkur og heillandi þú ert.

  • Tvíburi er frá 21. maí til 21. júní.

Inn í þessari tilfinningu getur þú dregið þig niður, bara vegna þess að það er ekki verið að púrra þig upp eða hrósa þér fyrir það sem þú átt sko virkilega skilið. 

Það er þannig að þú hlustar mest á þína eigin rödd. Kíktu núna í spegilinn og segðu við sjálfan þig: „mikið rosalega er ég heppinn að hanga með þér.“ Haltu svo áfram að hrósa þér eins og þú myndir hrósa þínum besta vini. 

Því að það er það sem þú að sjálfsögðu átt að vera, númer eitt í þínu lífi! Þú hefur á tilfinningunni að það sé ekki nógu skemmtilegt um að vera og tilfinningarnar geta borið þig ofurliði. 

Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Tvíburinn

Allt mun breytast mjög snögglega í þessum mánuði. Hvern þú hittir, hvaða möguleika þú sérð og framkvæmir eða hvert þú ferð. 

Þú sérð þetta bara ekki nákvæmlega núna, en allt mögulegt mun tikka í boxið þitt, eitthvað nýtt og áhugavert í hverri viku. Ekki fara í fýlu þó að fólk í kringum þig getur verið drep leiðinlegt. 

Hugsaðu bara að þú hafir hvítan hjúp í kringum þig sem enginn kemst í gegnum nema að þú opnir hjúpinn fyrir þeim. 

Hugur þinn hefur þúsund sinnum meira afl til að framkvæma ótrúlegustu hluti. Þetta byrjar allt á einni hugsun og þegar þú færð sterka hugsun á þessu tímabili, þá sérstaklega í kring um tuttugasta til tuttugasta og áttunda nóvember, þá skaltu gera eitthvað í þeim málum til að ýta því af stað sem þig langar til að rætist.

Með því til dæmis að hringja í einhvern sem gæti gefið þér ráð eða hjálpa þér til að skrifa niður eða teikna upp hvernig þú vilt raungera hugmyndina. 

Það er mikill möguleiki á því að þessi kraftur geti raungerst fyrr í mánuðinum og að lifa er að þora, og þetta er svo sannarlega tíminn elsku tvíburinn minn.

Kossar og knús

Sigga Kling

  • Sir Ian Mckellen, leikari, 25. maí
  • Anita Briem, leikkona, 29. maí
  • Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari, 29. maí
  • Marilyn Monroe, leikkona, 1. júní
  • Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 14. júní
  • Xi Jinping, stjórnmálamaður, 15. júní
  • Boris Johnson, stjórnmálamaður, 19. júní
  • Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, 19 júní





Fleiri fréttir

Sjá meira


×