Bak við eitt leyndarmál leynist annað Forlagið 3. nóvember 2023 13:14 „Fléttan er ófyrirsjáanleg, leyndarmálin líka. Og oftar en einu sinni tvöfaldar afhjúpanir," segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu bók sína Ból. Steinunn heimsækir reglulega uppáhalds bæinn sinn, Dieppe sem er í Norður Frakklandi og stendur við Ermarsundið. Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Ból, er efnislega gjörólík öðrum skáldsögumhennar, svo fjölbreyttar sem þær eru. „Þetta er sú af mínum sögum sem er viðburðaríkust, bæði hið ytra og innra,“ segir Steinunn. „Fléttan er ófyrirsjáanleg, leyndarmálin líka. Og oftar en einu sinni tvöfaldar afhjúpanir. Bak við eitt leyndarmál leynist annað. Þannig að sagan verður spennandi aflestrar, að sumu leyti á meira hefðbundinn hátt en fyrri skáldsögurnar mínar.“ Aðalpersóna sögunnar, Líneik Hjálmsdóttir, LínLín, er hámenntaður bókmenntaþýðandi og henni er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir skelfilega sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund í lífi hennar. Náttúran sjálf fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur LínLín til móts við ógnina sem engu eirir, grimm náttúruöflin – og sína eigin rammflóknu fortíð um leið: minningarnar góðu og slæmu, ástina heitu og erfiðu, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Missir er einn rauði þráðurinn Þótt Ból sé að mati Steinunnar ólík fyrri skáldsögum hennar á hún þó það sameiginlegt með langflestum verkum hennar, frá Tímaþjófnum til Systu megin, að söguhetjan er kvenkyns og talar í fyrstu persónu. „Ég skrifa um ástina eins og stundum áður. Ofurást reyndar eins og í Tímaþjófnum. Með allt öðrum formerkjum, nema að því leyti að bæði Öldu og LínLín er hafnað. En ég held að óttinn við höfnun sé ein djúpstæðasta tilfinning sem við höfum. Hér er það menntaskólaástin Hansi sem hafnar LínLín, eða endurgeldur ekki ástina. LínLíner heittelskað einbirni, og spurningin blífur, hvernig hún þolir það að fá ekki þann eina sem hún vill.“ „Ég vaknaði á votum kodda. Hélt fyrst ég hefði fengið blóðnasir. En þetta voru þá mín sjaldgæfu tár sem fátt annað en draumar gátu framkallað. Svefntárin.“ Missir er einn rauði þráðurinn í Ból, segir Steinunn. „Hvernig bregst söguhetjan við sárum missi? Þegar hún í upphafi bókar stendur frammi fyrir enn einu áfallinu, þá bregst hún við á dæmalausan hátt. Ófyrirsjáanleiki lífsins heillar mig og hræðir, bæði í bók og utan bókar.“ Og meðal annars þess vegna vill Steinunn koma lesendum á óvart. „Ekki bara með atburðarás, heldur líka með orðalagi sem ég finn upp, nýju orði þess vegna. Minnug þess líka að margar bestu skáldsögur sem ég hef lesið eru gæddar þeim eiginleika að koma á óvart, á allan hátt, í lýsingum, orðavali, efnistökum. Og sagan sem ég skrifa þarf líka að koma mér á óvart. Sama hvað hún gæti verið vel skipulögð fyrirfram, þá er best að textinn flytji agndofa skáldið á óvæntar brautir ‒ ferli sem að einhverju leyti er utan við kontról.“ Þótt Ból sé að mati Steinunnar ólík fyrri skáldsögum hennar á hún þó það sameiginlegt með langflestum verkum hennar, frá Tímaþjófnum til Systu megin, að söguhetjan er kvenkyns og talar í fyrstu persónu Hugmyndir koma á færibandi Aðspurð hvaðan hugmyndin að skáldsögunni hafi komið segist hún vita hvaðan fyrsti neistinn kom, það sem tendraði hana upp til að skrifa Ból. „En í þessu tilfelli verður kveikjan að vera leyndarmál milli mín og Guðs. Hugmyndir að skáldsögum koma til mín á færibandi, titlar sömuleiðis. En vandamálið er að vinsa úr bestu hugmyndina á hverjum tíma.“ Með Ból-neistanum vissi Steinunn um leið að hér væri komin skáldsaga sem hún mundi í alvörunni skrifa. „Fimm ár eru liðin síðan. Ég byrjaði, setti svo í pækil. Ból er efnislega þykk skáldsaga, það er margt í gangi, og meðal annars þetta útheimtir langan þróunartíma. Svo þurfti mikla yfirlegu til að koma öllum þráðum heim og saman, meðan hugmyndir héldu áfram að kvikna og deyja sumar hverjar. Ég vissi frá upphafi hver örlög LínLín yrðu, eftir að hún tekur sína fordæmalausu ákvörðun í upphafi bókar. Það er ákvörðun sem lesandinn veit lengi vel ekki hver er, meðan LínLín er fylgt í leiðangur. En ég þurfti að rannsaka hver sú manneskja er sem tekur svona ákvörðun, hvað hefur komið fyrir hana.“ Ferill sem nálgast Íslandsmet Ferill Steinunnar er langur og farsæll en 54 ár eru síðan fyrsta bók hennar kom út. „Skyldi það ekki fara að nálgast Íslandsmet, a.m.k. í kvennaflokki? Og ég hef skrifað allt mögulegt, fyrir utan ljóðin og skáldsögurnar, þar á meðal sannsögur, sem ég mjög stolt af, um Vigdísi forseta og Heiðu bónda á Ljótarstöðum.“ Hún segir að sér finnist endalaust spennandi að skrifa og stundi það á hverjum einasta morgni. „Meðal annars er það forvitni sem rekur mig áfram. Þegar ég byrja á skáldsögu eins og Ból þá er ég forvitin að vita hvað úr verður á leiðinni. Það er einn drifkrafturinn. Ég er líka svo heppin að vera álíka ung í anda núna eins og ég var á byrjunarreit. Og held sama dampi og ég hef alltaf gert. Það er líka drifkraftur fyrir mig að ég get núna skapað ritverk sem ég hefði ekki getað fyrir þremur árum, hvað þá fyrr. Mig hefði vantað meiri sköpunarþroska, enn meiri lífsreynslu. Þannig finnst mér ég alltaf vera að bæta við mig, ár frá ári, og er beinlínis forvitin að sjá hvað ég tromma upp með næst og þarnæst.“ Steinunn Sigurðardóttir hefur verið í fremstu röð íslenskra skálda og rithöfunda allt frá því hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára gömul. Verk hennar skipta tugum: ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Einnig hefur Háskóli Íslands sæmt hana heiðursdoktorsnafnbót. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af þekktustu skáldsögum hennar, Tímaþjófnum. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira
„Þetta er sú af mínum sögum sem er viðburðaríkust, bæði hið ytra og innra,“ segir Steinunn. „Fléttan er ófyrirsjáanleg, leyndarmálin líka. Og oftar en einu sinni tvöfaldar afhjúpanir. Bak við eitt leyndarmál leynist annað. Þannig að sagan verður spennandi aflestrar, að sumu leyti á meira hefðbundinn hátt en fyrri skáldsögurnar mínar.“ Aðalpersóna sögunnar, Líneik Hjálmsdóttir, LínLín, er hámenntaður bókmenntaþýðandi og henni er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir skelfilega sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund í lífi hennar. Náttúran sjálf fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur LínLín til móts við ógnina sem engu eirir, grimm náttúruöflin – og sína eigin rammflóknu fortíð um leið: minningarnar góðu og slæmu, ástina heitu og erfiðu, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Missir er einn rauði þráðurinn Þótt Ból sé að mati Steinunnar ólík fyrri skáldsögum hennar á hún þó það sameiginlegt með langflestum verkum hennar, frá Tímaþjófnum til Systu megin, að söguhetjan er kvenkyns og talar í fyrstu persónu. „Ég skrifa um ástina eins og stundum áður. Ofurást reyndar eins og í Tímaþjófnum. Með allt öðrum formerkjum, nema að því leyti að bæði Öldu og LínLín er hafnað. En ég held að óttinn við höfnun sé ein djúpstæðasta tilfinning sem við höfum. Hér er það menntaskólaástin Hansi sem hafnar LínLín, eða endurgeldur ekki ástina. LínLíner heittelskað einbirni, og spurningin blífur, hvernig hún þolir það að fá ekki þann eina sem hún vill.“ „Ég vaknaði á votum kodda. Hélt fyrst ég hefði fengið blóðnasir. En þetta voru þá mín sjaldgæfu tár sem fátt annað en draumar gátu framkallað. Svefntárin.“ Missir er einn rauði þráðurinn í Ból, segir Steinunn. „Hvernig bregst söguhetjan við sárum missi? Þegar hún í upphafi bókar stendur frammi fyrir enn einu áfallinu, þá bregst hún við á dæmalausan hátt. Ófyrirsjáanleiki lífsins heillar mig og hræðir, bæði í bók og utan bókar.“ Og meðal annars þess vegna vill Steinunn koma lesendum á óvart. „Ekki bara með atburðarás, heldur líka með orðalagi sem ég finn upp, nýju orði þess vegna. Minnug þess líka að margar bestu skáldsögur sem ég hef lesið eru gæddar þeim eiginleika að koma á óvart, á allan hátt, í lýsingum, orðavali, efnistökum. Og sagan sem ég skrifa þarf líka að koma mér á óvart. Sama hvað hún gæti verið vel skipulögð fyrirfram, þá er best að textinn flytji agndofa skáldið á óvæntar brautir ‒ ferli sem að einhverju leyti er utan við kontról.“ Þótt Ból sé að mati Steinunnar ólík fyrri skáldsögum hennar á hún þó það sameiginlegt með langflestum verkum hennar, frá Tímaþjófnum til Systu megin, að söguhetjan er kvenkyns og talar í fyrstu persónu Hugmyndir koma á færibandi Aðspurð hvaðan hugmyndin að skáldsögunni hafi komið segist hún vita hvaðan fyrsti neistinn kom, það sem tendraði hana upp til að skrifa Ból. „En í þessu tilfelli verður kveikjan að vera leyndarmál milli mín og Guðs. Hugmyndir að skáldsögum koma til mín á færibandi, titlar sömuleiðis. En vandamálið er að vinsa úr bestu hugmyndina á hverjum tíma.“ Með Ból-neistanum vissi Steinunn um leið að hér væri komin skáldsaga sem hún mundi í alvörunni skrifa. „Fimm ár eru liðin síðan. Ég byrjaði, setti svo í pækil. Ból er efnislega þykk skáldsaga, það er margt í gangi, og meðal annars þetta útheimtir langan þróunartíma. Svo þurfti mikla yfirlegu til að koma öllum þráðum heim og saman, meðan hugmyndir héldu áfram að kvikna og deyja sumar hverjar. Ég vissi frá upphafi hver örlög LínLín yrðu, eftir að hún tekur sína fordæmalausu ákvörðun í upphafi bókar. Það er ákvörðun sem lesandinn veit lengi vel ekki hver er, meðan LínLín er fylgt í leiðangur. En ég þurfti að rannsaka hver sú manneskja er sem tekur svona ákvörðun, hvað hefur komið fyrir hana.“ Ferill sem nálgast Íslandsmet Ferill Steinunnar er langur og farsæll en 54 ár eru síðan fyrsta bók hennar kom út. „Skyldi það ekki fara að nálgast Íslandsmet, a.m.k. í kvennaflokki? Og ég hef skrifað allt mögulegt, fyrir utan ljóðin og skáldsögurnar, þar á meðal sannsögur, sem ég mjög stolt af, um Vigdísi forseta og Heiðu bónda á Ljótarstöðum.“ Hún segir að sér finnist endalaust spennandi að skrifa og stundi það á hverjum einasta morgni. „Meðal annars er það forvitni sem rekur mig áfram. Þegar ég byrja á skáldsögu eins og Ból þá er ég forvitin að vita hvað úr verður á leiðinni. Það er einn drifkrafturinn. Ég er líka svo heppin að vera álíka ung í anda núna eins og ég var á byrjunarreit. Og held sama dampi og ég hef alltaf gert. Það er líka drifkraftur fyrir mig að ég get núna skapað ritverk sem ég hefði ekki getað fyrir þremur árum, hvað þá fyrr. Mig hefði vantað meiri sköpunarþroska, enn meiri lífsreynslu. Þannig finnst mér ég alltaf vera að bæta við mig, ár frá ári, og er beinlínis forvitin að sjá hvað ég tromma upp með næst og þarnæst.“ Steinunn Sigurðardóttir hefur verið í fremstu röð íslenskra skálda og rithöfunda allt frá því hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára gömul. Verk hennar skipta tugum: ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Einnig hefur Háskóli Íslands sæmt hana heiðursdoktorsnafnbót. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af þekktustu skáldsögum hennar, Tímaþjófnum.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira