Jarðskjálftinn fannst víða, meðal annars í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, sem er um sex hundruð kílómetrum frá upptökum skjálftans.
Skjálftinn átti upptök sín í Jajarkot í héraðinu Karnali, sem er tæpa fimm hundruð kílómetra frá Katmandú, höfuðborg Nepal.
Talsmaður nepalska hersins segir meira en hundrað manns særða og að spítalinn í Jajarkot-umdæmi væri troðfullur af fólki sem hefði særst.
Skjálftinn varð laust fyrir miðnætti að staðartíma. Þrír snarpir eftirskjálftar mældust innan klukkustund eftir stóra skjálftann.
Jarðskjálftinn olli mikilli eyðileggingu en mörg hundruð hús eru sögð hafa hrunið. Björgunaðaðgerðir standa enn yfir, að sögn sveitarstjóra Aathbiskot-umdæmis.
Deeply saddened by the news of the #NepalEarthquake. May #Nepal find the strength to endure these challenging times. My deepest condolences to the families who have lost their loved ones, and praying for a swift recovery for the injured. pic.twitter.com/KVQmU5xssF
— Dhanraj Nathwani (@DhanrajNathwani) November 4, 2023