Hugmyndin að mótinu er fengin úr knattspyrnuheiminum til að auka spennu og áhorf á leiki yfir tímabilið. Öll 30 lið deildarinnar taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram í nótt.
Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Fyrr í vikunni var það staðfest að allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fái 500.000$ í verðlaunafé. Rapparinn LL Cool J og hljómsveitin The Roots gáfu svo út lag mótsins í gær.
NEW TOURNAMENT. 🏆
— NBA (@NBA) November 3, 2023
NEW ANTHEM. 🎵
LL COOL J and THE ROOTS reimagine GRAMMY Award-Winning single "Mama Said Knock You Out" for NBA In-Season Tournament Anthem pic.twitter.com/fdARZOJDSR
Mótið hófst með látum þegar opnunarleikur milli ríkjandi deildarmeistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks fór fram. Luka Doncic fór mikinn í leiknum en það dugði ekki til sigurs gegn Jókernum og hans mönnum frá Denver sem unnu leikinn að endingu 125-114.
Luka did Luka things (34 PTS, 10 REB, 8 AST) in the Mavs' NBA In-Season Tournament opener 👀
— NBA (@NBA) November 4, 2023
The @dallasmavs next NBA In-Season Tournament matchup is Friday, 11/10 vs. LAC on the NBA App 🏆 pic.twitter.com/Wu5lXxKZTz
Steph Curry skoraði sigurkörfuna fyrir Golden State Warriors þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Klay Thompson liðsfélagi hans gerði slíkt hið sama kvöldið áður gegn Sacramento Kings.
SPLASH BROS.
— NBA (@NBA) November 4, 2023
Steph and Klay hit game-winners on back-to-back nights... both with 0.2 seconds on the clock 🤯 pic.twitter.com/R3ihcXNMWi
Niðurröðun og stöðuna í riðlakeppninni má sjá hér.
Öll úrslit næturinnar úr NBA deildinni má finna hér.