Húsnæðisverð hækki mest á Íslandi og fyrstu kaupendur í vanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ heldur erindi um húsnæðismarkaðinn í hádeginu á morgun á Háskólatorgi HÍ. Vísir/Arnar Fyrstu kaupendur eiga erfiðara með að kaupa sér húsnæði nú en eldri kynslóðir og fyrir einhverja hópa er það nánast vonlaust. Dósent við HÍ telur Seðlabankann bera ábyrgð á þessari þróun með vaxtaákvörðunum síðustu ár. Mannfjöldaþróun sé einnig stór áhrifavaldur. Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun.
Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira