Lífið samstarf

Hollir og ein­faldir réttir beint í ofninn

Einn og tveir og elda
Einn, tveir og elda hefur einfaldað líf okkar hinna með ljúffengum og hollum matarpökkum heim að dyrum. Nú hafa bæst við enn einfaldari réttir sem nánast ekkert þarf að hafa fyrir. 
Einn, tveir og elda hefur einfaldað líf okkar hinna með ljúffengum og hollum matarpökkum heim að dyrum. Nú hafa bæst við enn einfaldari réttir sem nánast ekkert þarf að hafa fyrir. 

Beint í ofninn eru splunkunýir réttir frá Einn, tveir og elda sem ekkert þarf að hafa fyrir. Réttirnir eru frábær lausn þá daga sem enginn tími er til að elda.

Beint í ofninn eru óeldaðir réttir í álbakka, framleiddir af okkur og þarf viðtakandinn einungis að taka plastið af og setja inn í ofn, mögulega hella sósu yfir, annað ekki. Við kynntum þessa nýjung til sögunnar í síðustu viku og viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Jenný Sif Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Einn, tveir og elda.

 Jenný Sif Ólafsdóttir rekstrarstjóri Einn, tveir og elda

Beint í ofninn vörulínan er svar við óskum viðskiptavina um enn einfaldari eldamennsku en Einn, tveir og elda hafa undanfarin ár einfaldað okkur hinum lífið með því að bjóða matarpakka sem innihalda uppskrift og hráefnið í hana tilbúið í réttum skammtastærðum. Hægt er að velja milli fjölbreyttra rétta yfir vikuna og fyrir hve marga og eru nýju réttirnir Beint í ofninn einstaklega hentugir þegar tíminn er naumur.

„Í dag eru allir alltaf á milljón og við vitum að við erum ekki að fara að elda kvöldmat alla dagana. Oft er það einn dagur í vikunni eða fleiri þar sem við komum seint heim, krakkarnir á æfingu og þá er gott að grípa einn svona rétt með í kassann. Bakkarnir eru miðaðir við tvo en lítið mál að panta fleiri ef það eru fleiri í mat,“ segir Jenný en viðskiptavinir Einn, tveir og elda geta raðað saman matseðli vikunnar eftir eigin höfði.

Hunangskjúklingur með byggsalati

„Við erum að klára okkar sjötta ár í rekstri en við uppfærðum heimasíðuna okkar í fyrra sumar og opnuðum þá fyrir algjörlega opið val viðskiptavina sem hefur vakið mikla lukku. Fólk er yfirleitt að panta 3 til 5 rétti í kassann sinn og getur blandað saman réttum, magni og stærðum algjörlega eftir eigin hentisemi. Pöntunarfresturinn hjá okkur rennur út kl.13 á fimmtudögum til að panta fyrir komandi viku.

Grænmetis lasagne

Við höfum gegnum tíðina þróað okkur áfram í að minnka fyrirhöfnina fyrir viðskiptavini, til dæmis með því að senda grænmetið og fleira sem á að skera niður í uppskriftinni forskorið. Matarpakkar og tilbúinn matur heim er mjög vinsælt fyrirkomulag úti í heimi og verður alltaf vinsælla og vinsælla hér á landi. Við sjáum það bara úti í búð að það eru að bætast við kostir sem spara tíma á heimilinu,“ segir Jenný.

Fólk vilji ekki slá af kröfum um hollan og góðan mat þó tíminn sé naumur og hjá Einn, tveir og elda er rík áhersla lögð á ferskleika og gæði.

Bleikja elduð

„Fólk vill bjóða fjölskyldunni upp á góðan heimilismat og minnka skyndivöru. Beint í ofninn eru ekki skyndiréttir. Réttirnir eru eingöngu framleiddir eftir pöntun eins og aðrir réttir hjá okkur. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika og fólk finnur það á vörunni. Allt kjöt, fiskur og kjúklingur sem við notum er íslensk vara og réttirnir okkar eru næringarríkir og próteinríkir,“ útskýrir Jenný.

Nánar á www.einntveir.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×