Álftanes með bestu vörn nýliða og næstbesta árangurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Dúi Þór Jónsson fagnar einum af fjórum sigrum Álftnesinga í Subway deild karla í körfubolta í vetur. Vísir/Anton Nýliðar Álftaness unnu í gær fjórða leik sinn á tímabilinu í Subway deild karla í körfubolta en því hafa aðeins sex aðrir nýliðar náð í fyrstu sex leikjunum sínum á þeim 28 tímabilum sem úrvalsdeild karla hefur verið spiluð með núverandi fyrirkomulagi. Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16 Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum