Álftanes með bestu vörn nýliða og næstbesta árangurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Dúi Þór Jónsson fagnar einum af fjórum sigrum Álftnesinga í Subway deild karla í körfubolta í vetur. Vísir/Anton Nýliðar Álftaness unnu í gær fjórða leik sinn á tímabilinu í Subway deild karla í körfubolta en því hafa aðeins sex aðrir nýliðar náð í fyrstu sex leikjunum sínum á þeim 28 tímabilum sem úrvalsdeild karla hefur verið spiluð með núverandi fyrirkomulagi. Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16 Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira