Lífið samstarf

Wolt auð­veldar fyrir­tækjum lífið með heims­endum mat

Wolt
Finnski tæknirisinn Wolt ýtti í dag úr vör fyrirtækjaþjónustu sinni Wolt for Work. Hún gerir fyrirtækjum kleift að panta fjölbreyttar veitingar og vörur handa starfsfólki sínu sem afhentar eru á vinnustaðnum.
Finnski tæknirisinn Wolt ýtti í dag úr vör fyrirtækjaþjónustu sinni Wolt for Work. Hún gerir fyrirtækjum kleift að panta fjölbreyttar veitingar og vörur handa starfsfólki sínu sem afhentar eru á vinnustaðnum.

Nú býður Wolt upp á fyrirtækjaþjónustu með heimsendingum á mat og matvöru fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Wolt, finnski tæknirisinn og leiðandi heimsendingaþjónustan á Íslandi, ýtti í dag úr vör fyrirtækjaþjónustu sinni Wolt for Work. Þjónustan er að erlendri fyrirmynd en hún gerir fyrirtækjum kleift að panta fjölbreyttar veitingar og vörur handa starfsfólki sínu sem afhentar eru á vinnustaðnum. Kerfið heldur utan um allar pantanir starfsfólks og sendir eina kvittun í lok tímabilsins.

Í Wolt-appinu og á vefsíðu fyrirtækisins geta starfsmenn nú pantað mat og matvöru frá rúmlega 250 veitingastöðum og smásöluaðilum á Íslandi.

Wolt hóf rekstur í Reykjavík í maí og varð þar með fyrsta verkvangsfyrirtækið (e. platform-company) á Íslandi og Íslendingar hafa tekið skilvirkri og notendavænni þjónustu Wolt fagnandi. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum en heimsendingar þess ná nú til um 70% landsmanna. Auk þess að sendast með vörur og veitingar á höfuðborgarsvæðinu hóf Wolt jafnframt heimsendingar í Reykjanesbæ fyrir skömmu.

David Scavera er sölustjóri Wolt for Work á Íslandi og í Noregi.

„Við erum mjög spennt að geta loksins fengið Wolt for Work til Íslands. Frá því að við hófum starfsemi á Íslandi í maí hafa viðbrögðin verið einkar jákvæð, enda kom snemma í ljós að neytendur höfðu beðið eftir heimsendingarþjónustu sem okkar. Nú erum við að koma með sama frábæra úrvalið og hröðu afhendinguna á fyrirtækjamarkaðinn. Af viðbrögðunum frá íslenskum fyrirtækjum að dæma hingað til er þetta eitthvað sem þau hafa líka beðið eftir,“ segir David Scavera, sölustjóri Wolt for Work á Íslandi og í Noregi.

Við hjá Hopp erum rosalega ánægð með Wolt for Work!

Starfsfólkið er himinlifandi yfir úrvalinu og hraða heimsendinganna, viðbragðstíma þjónustuversins og svo skemmir ekki fyrir að þetta minnkar matarsóun. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun og að fá eina kvittun í lok mánaðars flýtir fyrir í bókhaldinu okkar.

Hildur María Hjaltalín Jónsdóttir COO Hopp

Nýleg könnun í Noregi sýndi að 45 prósent skrifstofustarfsmanna telja að einföld leið til að panta mat myndi auðvelda vinnudaginn, sérstaklega þegar unnið er fram eftir. Þriðjungur sagðist jafnframt vera óviss um hvernig ætti að panta mat á vinnustaðinn að loknum hefðbundnum vinnudegi.

„Yfirvinna í hugum margra skrifstofumanna felur í sér að borða óhollt snarl, panta pizzu eða vinna án nauðsynlegrar næringar til að halda starfseminni gangandi. Með Wolt for Work höfum við auðveldað starfsmönnum að panta og greiða fyrir mat um leið og við gefum fyrirtækjum betri stjórn á heildarkostnaði og því hvað starfsmenn panta,“ segir Scavera.

Í Wolt-appinu og á vefsíðu fyrirtækisins geta starfsmenn pantað frá rúmlega 250 veitingastöðum og smásöluaðilum á Íslandi. Með Wolt for Work geta fyrirtæki boðið starfsmönnum sínum upp á einfalda veitingaþjónustu, með snjöllum lausnum fyrir greiðslur og reikningagerð.

Þá gerir Wolt for Work fyrirtækjum kleift að panta mat og skrifstofuvörur í gegnum einn söluaðila, sem einfaldar utanumhald og eykur yfirsýn. Fyrirtæki geta fylgst með notkun, stöðu reikninga, stjórnað aðgengi starfsmanna að þjónustunni, ákvarðað heimildir fyrir einstaklinga eða deildir innan fyrirtækisins og fengið einkaafslátt frá völdum stöðum.

Nánari upplýsingar um Wolt for Work má nálgast á heimasíðu Wolt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×