Vilja ekki láta aukna velgengni aftra sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 17:00 Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli. Aðsend „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri. Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira