Innlent

Bein út­sending: Lífs­nauð­syn­leg vit­neskja

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Niðurstöðurnar verða kynntar í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 17.
Niðurstöðurnar verða kynntar í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 17. Vísir/Vilhelm

Almenningi er boðið á fræðslufund í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni klukkan 5 í dag. Þar verða kynntar niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir að fjögur prósent Íslendinga eru með meðferðartæka erfðabreytileika sem eykur líkur á sjúkdómum svo sem krabbameinum og hjartasjúdómum og styttir lífslíkur.

Flestir þeirra eru sér óafvitandi um breytileikann og geta því ekki sótt sér meðferð eða breytt lífsvenjum sínum til að draga úr líkum á sjúkdómi.

Íslenska þjóðin á ógrynni af erfða- og heilbrigðisupplýsingum sem gerir henni kleift að hefja persónumiðaðar lækningar án mikils undirbúnings. Þá væri hægt að nálgast fólk með vitneskju um slíka erfðabreytileika og bjóða því uppá meðferð og ráðgjöf. Þetta verður rætt á fundinum og fengið sjónarhorn, vísindanna, sjúklinga, aðstandenda, Landsspítalans og stjórnvalda en heilbrigðisráðherra verður með mikilvæga tilkynningu á fundinum.

Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með fræðslufundinum í beinni útsendingu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×