Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 23:08 Úr atriði Háteigsskóla, Fjörutíu sekúndur. Anton Bjarni Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Í kvöld fór fram þriðja og síðasta undanúrslitakvöld Skrekks. Á fyrsta undanúrslitakvöldinu á mánudag komust Seljaskóli og Landakotsskóli áfram. Í gær bættust svo Laugalækjarskóli og Hagaskóli í hóp þeirra skóla sem keppa til úrslita næstkomandi mánudag. Átta grunnskólar tóku þátt í kvöld. Það voru Fellaskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Sæmundarskóli og Ölduselsskóli. Úr atriði Réttarholtsskóla, Í eigin heimi.Anton Bjarni Sjálfsöryggi og erfiðar hugsanir Á vef RÚV er fjallað stuttlega um atriðin sem komust áfram í kvöld. Atriði Réttarholtsskóla ber heitið Í eigin heimi og fjallar um það sem gerist innra með ungu fólki, eftir því hvort það fullt sjálfsöryggi eða ekki. Í atriðinu sjást tveir nemendur upplifa svipaðar aðstæður, en takast á við þá á ólíkan hátt eftir því hversu öruggir þeir eru með sjálfa sig. Atriði Háteigsskóla heitir Fjörutíu sekúndur, en heitið er vísan til þess að á fjörutíu sekúndna fresti falli einhver í heiminum fyrir eigin hendi. Atriðið fjallar um sjálfsvígshugsanir og skilaboðin eru þau að allir sem glíma við slíkar hugsanir geti leitað sér hjálpar, það sé alltaf hægt að finna lausn. Úrslitakvöld Skrekks fer fram á mánudaginn og verður sýnt í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Skrekkur Reykjavík Krakkar Grunnskólar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Í kvöld fór fram þriðja og síðasta undanúrslitakvöld Skrekks. Á fyrsta undanúrslitakvöldinu á mánudag komust Seljaskóli og Landakotsskóli áfram. Í gær bættust svo Laugalækjarskóli og Hagaskóli í hóp þeirra skóla sem keppa til úrslita næstkomandi mánudag. Átta grunnskólar tóku þátt í kvöld. Það voru Fellaskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Sæmundarskóli og Ölduselsskóli. Úr atriði Réttarholtsskóla, Í eigin heimi.Anton Bjarni Sjálfsöryggi og erfiðar hugsanir Á vef RÚV er fjallað stuttlega um atriðin sem komust áfram í kvöld. Atriði Réttarholtsskóla ber heitið Í eigin heimi og fjallar um það sem gerist innra með ungu fólki, eftir því hvort það fullt sjálfsöryggi eða ekki. Í atriðinu sjást tveir nemendur upplifa svipaðar aðstæður, en takast á við þá á ólíkan hátt eftir því hversu öruggir þeir eru með sjálfa sig. Atriði Háteigsskóla heitir Fjörutíu sekúndur, en heitið er vísan til þess að á fjörutíu sekúndna fresti falli einhver í heiminum fyrir eigin hendi. Atriðið fjallar um sjálfsvígshugsanir og skilaboðin eru þau að allir sem glíma við slíkar hugsanir geti leitað sér hjálpar, það sé alltaf hægt að finna lausn. Úrslitakvöld Skrekks fer fram á mánudaginn og verður sýnt í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Skrekkur Reykjavík Krakkar Grunnskólar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira