Ásta Kristinsdóttir, landsliðskona í hópfimleikum, hefur gengið í gegnum krefjandi tíma undanfarið. Hún greindist með flogaveiki fyrr á árinu. Greining sem varð til þess að einn af draumum hennar verður ekki að veruleika. Það var í júlí á þessu ári sem Ásta, sem hefur gert garðinn frægan sem fimleikakona í hópfimleikum með Stjörnunni og íslenska landsliðinu, fór í sitt fyrsta flogakast. „Ég sem sagt átti bókað flug til Danmerkur þann 21. júlí og þar ætlaði ég að fara í heimsókn til systur minnar. Fram að þessum tímapunkti hafði verið dálítið mikið álag á mér. Ég átti eftir að græja og gera ótrúlega mikið þarna um morguninn en ákvað að sofa aðeins lengur. Svo í rauninni vakna ég bara með lögreglu og sjúkraflutningamenn standandi yfir mér og fæ að vita það frá tengdamóður minni, sem var einnig þarna á staðnum, að ég hefði fengið flog.“ „Það er svolítið svekkjandi finnst mér. Að það hafi þurft svona stórt áfall, sem greiningin var, til þess að ég áttaði mig á því að njóta þess sem ég er að gera.“ Ásta starfaði á þessum tíma sem flugfreyja samhliða draumanáminu sínu sem miðaði að því að hún yrði á endanum flugmaður. Hún segist strax hafa áttað sig á því að þessar vendingar myndu hafa áhrif á þau plön sín. „Flogakastið stendur yfir í einhverjar tvær mínútur, sem er langur mjög langur tími þegar kemur að svona krampakasti. Flestir fá kannski svona störuflog en ég blána í framan og byrja að froðufella á meðan á flogakastinu stendur.“ Fór í smá afneitun Niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar voru á Ástu í kjölfar flogakastsins leiddu það óvenju snemma í ljós að hún ætti við flogaveiki að glíma. Í kjölfarið á því að hafa farið í heilalínurit, þar sem að sáust taugabreytingar í heila Ástu. Og svo í MRI-skanna, sem kom vel út fyrir hana, var Ásta greind með flogaveiki. Ásta fór í nokkrar rannsóknir sem áttu á endanum eftir að leiða það í ljós að hún væri að glíma við flogaveikiAðsend mynd „Ég fæ í rauninni bara mikið áfall við þessa greiningu og átti um leið erfitt með að trúa því að hefði eitthvað komið út úr heilalínuritinu og fór í smá afneitun til að byrja með og taldi að þetta gæti ekki verið satt. Því flestir sem að fara í gegnum þetta ferli þurfa að fara nokkrum sinnum í heilalínurit og yfirleitt tekur það einhvern tíma að finna eitthvað út úr þeim.“ „Ég átti alveg klárlega ekki von á því að greinast með flogaveiki. Eftir fyrsta flogakastið hélt ég að þetta væri eitthvað álagstengt hjá mér. Að ég væri búin að keyra mig út í allt of langan tíma. Undanfarin tvö ár hafði ég verið á fullu á öllum sviðum míns daglegs lífs. Ef ég var ekki að vinna, þá var ég á æfingu. Og ef ég væri ekki að vinna eða á æfingu, þá væri ég í skólanum. Það hafði bara verið líf mitt þessi ár fyrir greininguna.“ Stóð með sjálfri sér Á þessum tímapunkti var það ljóst að flogaveikin myndi gera Ástu erfitt með að sinna vinnu sinni sem flugfreyja, allavegana um ákveðinn tíma. Þá var það einnig orðið ljóst að hún gæti ekki stundað og klárað flugnámið líkt og hana hafði dreymt um frá því að hún var lítið barn. Hún kaus þó að líta á jákvæðu punktana sem voru enn til staðar. „Ég hafði allavegana fimleikana enn og setti mér fljótt markmið um að keppa á móti í Svíþjóð sem ber nafnið Faceoff. Til að byrja með setti ég mér það markmið að standa mig ótrúlega vel á því móti.“ Að morgni ferðadags til Svíþjóðar fékk Ásta hins vegar sitt annað flogakast. „Það er tengdamóðir mín sem að vekur mig og segir mér að ég hafi fengið annað flogakast. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta hafi gerst aftur því ég er alveg meðvitundarlaus á meðan á flogakastinu stendur og er svolítið lengi að átta mig á hlutunum eftir á.“ Ásta var ekki á því að láta flogakastið skemma fyrir sér. Ásta með fyrstu verðlaun á Faceoff mótinu í Svíþjóð skömmu eftir að hún hafði fengið sitt annað flogakastAðsend mynd „Ég er að fara út að keppa,“ sagði Ásta ákveðin við tengdamóður sína sem að skutlaði henni á Keflavíkurflugvöll. Í millitíðinni ráðfærir Ásta sig við sinn lækni sem sagðist ekki geta mælt með því að hún héldi út á Faceoff mótið svona stuttu eftir flogakast. „Ég væri hins vegar fullorðin kona og tæki sjálf ákvörðunina um það. Ég var ákveðin í því að fara út að keppa.“ Ásta stóð með sjálfri sér. Stóð með sannfæringu sinni og átti ekki eftir að sjá eftir því. „Það gengur ótrúlega vel hjá mér þarna úti í Svíþjóð og ég enda með að vinna mótið.“ „Miklu alvarlegra en ég gerði mér grein fyrir“ Eftir skínandi gengi hjá Ástu úti í Svíþjóð tóku við kaflaskil hjá henni. Hún hóf störf hjá tannlæknastofunni Valhöll í 50% starfshlutfalli og samhliða því lagði hún mikinn fókus í fimleikana. „Þegar að það voru liðnar svona þrjár vikur af því daglega lífi hjá mér fékk ég svona tilfinningu eins og það væri öllu lokið hjá mér. Það væri einhvern veginn allt búið sem ég ætlaði mér að gera. Ég fann að ég þurfti einhvern veginn að halda fókus á Norðurlandamótinu sem var fram undan því þó að ég væri að standa mig vel á æfingum þá fannst mér ég enn þung á mér andlega.“ Og frá þeirri stundu og fram að Norðurlandamótinu, sem fer fram hér í Reykjavík þessa dagana, hefur Ásta í tvígang farið í flogakast. Það reyndist henni erfitt að átta sig á alvarleika flogakastanna. Hún bað því kærasta sinn um að taka sig upp í einu slíku kasti. „Ég segi við kærastann minn að hann verði eiginlega að taka myndband af mér á meðan á flogakastinu stendur svo ég viti hvað hann og aðrir í kringum mig eru að ganga í gegnum. Áfallið sem þau ganga í gegnum á meðan að ég ligg þarna meðvitundarlaus því ég vakna bara upp eftir köstin og er jú þreytt og svolítið búin á því en hafði verið ómeðvituð um hvað aðstandendurnir mínir væru að sjá og ganga í gegnum.“ Þegar að hún sér umrætt myndband af sér í fyrsta sinn fær hún alveg skýra mynd af stöðunni. „Þetta var miklu alvarlegra en ég gerði mér nokkurn tímann grein fyrir. Á meðan á flogakastinu stendur sé ég á myndbandinu að ég blána ég öll í framan, kippist til og froðufelli. Ég ætlaði eiginlega ekki að trúa því að þetta væri ég.“ Vísir/Einar „Ég dett smá niður andlega við að sjá þetta en hugsa samt sem áður með sjálfri mér að ég þyrfti bara að halda áfram. Því ég ætlaði mér að keppa á þessu Norðurlandamóti. Ætla að standa mig vel og ætla að mæta til leiks með þau stökk sem ég hef verið að keppa með. Stökk á mjög háu erfiðleikastigi. Þjálfararnir reyndu að gera mér það ljóst að ég þyrfti ekki að setja svona mikla pressu á sjálfa mig en það þýddi ekkert. Ég ætlaði mér að gera þetta. Ég vil ekki leyfa greiningunni að taka yfir allt sem ég er að gera. Þetta er búið að taka nóg. Ég vil fá að halda og stjórna öllu því sem ég er að gera tengt fimleikunum. “ Hópfimleikarnir hafa fært Ástu margar gleðistundirAðsend mynd Féll fyrir flugvélum Það skiljanlega tekur á þegar að draumar manns skyndilega fuðra upp án fyrirvara. Eins og í tilfelli Ástu sem hafði átt sér þann draum, að verða flugmaður, frá því í barnæsku. „Ég held að áhuginn á fluginu hafi kviknað þegar að ég var sex ára. Þegar að bandaríska herliðið var í Keflavík. Þá fékk ég að skoða og setjast upp í einhverjar herþotur og hugsaði með mér þá að það væri ábyggilega mjög skemmtilegt að vera flugmaður.“ Var þessi sýn hennar þvert á sýn annarra fjölskyldumeðlima hennar sem höfðu hvergi látið að sér kveða í háloftunum. „Það er enginn í fjölskyldunni minni að fljúga eða í flugnámi. Ég var því ein á báti hvað það varðar. En svo man ég líka eftir því að oft, sem krakki, horfði ég upp til himins og sá flugvélarnar fljúga hjá. Það vakti einnig upp hjá mér þá tilfinningu að það yrði skemmtilegt að geta flogið flugvélum. Seinna meir átti ég eftir að fara í kynnisflug og allt frá því var ég ákveðin í því að fara í flugnám.“ Frá sex ára aldri hafði Ástu dreymt um akkúrat svona stundir þar sem að hún sveif um loftin bláAðsend mynd Eftir því sem Ásta var eldri færðist draumurinn nær og man hún vel eftir sínum fyrsta flugtíma. „Tilfinningin sem spratt upp á þeirri stundu var bara geðveik. Mér fannst þetta ótrúlega gaman. Þetta eru náttúrulega litlar flugvélar sem maður lærir á og maður finnur vel fyrir öllum hreyfingum en ég tel að fimleikarnir hafi hjálpað mér í þessum aðstæðum. Maður hefur góða tilfinningu fyrir jafnvægi og hvar maður er í loftinu Ásta vildi skilja það að fullu hvað fælist í því að starfa sem flugmaður og ákvað hún því einnig að reyna fyrir sér sem flugfreyja og hóf störf sem slík hjá Icelandair sumarið 2022. „Mér fannst svo gott að fá innsýn í það hvernig starfið yrði og eftir þetta sumar var ég algjörlega seld á það verða flugmaður. Ég ætlaði að kýla á þetta, vildi ekki bíða með þetta lengur.“ Ásta starfaði einnig sem flugfreyja samhliða fimleikaferlinumAðsend mynd En eins og fyrr sagði átti flogaveikis greiningin eftir að varpa hulu yfir þennan draum Ástu. Sú staðreynd rann fljótt upp fyrir henni. „Ég man ákveðin augnablik eftir fyrsta flogakastið. Fyrsta augnablikið er þegar að ég ligg heima með sjúkraflutningamenn standandi yfir mér. Annað augnablikið man ég eftir mér í sjúkrabílnum þar sem að sjúkraflutningsmaður spyr mig hvaða mánuður sé og ég gat ekki svarað því. Svo man ég eftir mér á sjúkrabörunum á leiðinni inn á bráðamóttöku fara að hágráta því það rann upp fyrir mér að draumur minn, að verða flugmaður, væri liðinn undir lok.“ Með stjórn á sínu lífi Ásta var hins vegar fljót að stappa í sig stálinu. Hún ákvað að leyfa flogaveikinni ekki að stjórna lífi sínu. „Restin af ævi minni á ekki að litast af því að ég hafi fengið flogaveikis greiningu, þurft að skipta um starfsvettvang og geta ekki stundað námið sem mig hafði dreymt um að læra. Ég ætla að fá að stjórna lífinu dálítið sjálf. Þar komu fimleikarnir sterkir inn. Ég get stjórnað því hvað ég geri á því sviði og ég ætla að fara alla leið tengt Norðurlandamótinu. Ætla ekki að leyfa neinu að standa í vegi fyrir mér þar. Ef það er hægt að taka eitthvað jákvætt úr þessu sem ég hef verið að ganga í gegnum þá er það sú staðreynd að nú hef ég meiri tíma til þess að stunda íþróttina mína. Get nýtt hverja einustu stund í það.“ Greiningin hefur hjálpað Ástu að öðlast nýja sýn á hlutina. „Það er tilvitnun sem ég tengdi rosa sterkt við. Hún er á þá leið að maður er alltaf fastur í því að óska þess að maður sé á einhverjum öðrum stað en þann sem maður er á. Í mínu tilviki var ég í flugnáminu, með frábæra styrktaraðila, í landsliðinu og það gekk allt rosalega vel hjá mér. En samt var ég, á þeim tímapunkti, að óska þess að ég hefði byrjað fyrr í flugnáminu, eins og ég ætlaði mér að gera árið 2019. Ég var svo svekkt út í sjálfa mig. Hæfileikar Ástu á sviði fimleikanna eru ótvíræðirAðsend mynd Maður er alltaf svo fastur í því að miða sig við einhverja aðra í kringum sig. Í staðin fyrir að njóta þess staðar sem maður er á. Ég var á frábærum stað og er í dag á frábærum stað. Ég er í landsliðinu og með Stjörnunni. Að standa mig ótrúlega vel, sérstaklega miðað við allt sem hefur komið fyrir upp á síðkastið og hef þurft að læra að njóta þess staðar sem ég er á. „Það er svolítið svekkjandi finnst mér. Að það hafi þurft svona stórt áfall, sem greiningin var, til þess að ég áttaði mig á því að njóta þess sem ég er að gera.“ Vill geta horft sátt til baka Í gegnum þennan tíma virðast fimleikarnir hafa verið ákveðið haldreipi fyrir þig og það hefur skilað sér. Það hlýtur að gefa þér ansi mikið. Að treysta á sjálfa þig og það skilar sér. „Það var það sem maður vonaði að fimleikarnir myndu gefa mér í framhaldi af greiningunni. Ég hugsa oft til sögunnar af íþróttamanninum sem ætlaði sér að verða bestu í heimi. Hann varð það og á sama degi og hann varð bestur í heimi fór hann bara að gráta. Hann var búinn að afreka allt það sem hann vildi. Það er í rauninni ekki það sem maður er að eltast við. Ég er að eltast við að njóta ferlisins sem ég geng í gegnum á mínum fimleikaferli. Ég vil geta hugsað til baka vitandi það að ég var samferða afar góðum liðsfélögum, það var ótrúlega gaman hjá mér og að ég hafi staðið mig vel.“ Hún er afar þakklát fyrir stuðning fjölskyldumeðlima og vina.Aðsend mynd Ég vil geta notið þess að vera á æfingum og haft gaman af því sem ég er að gera. Það er raunin hjá mér núna en það þurfti þetta áfall til þess að ég áttaði mig á þessu. Þetta er tilfinningin sem ég vil halda í og ég ætla mér að njóta hverrar einustu æfingar.“ Ásta ritaði sín markmið á miða þegar að þrjár vikur voru þar til að Norðurlandamót helgarinnar hæfist. „Þessar þrjár vikur ætlaði ég mér að njóta hverrar einustu stundar sem ég hefði í fimleikasalnum, með liðinu mínu og þjálfurum sem og fólkinu í kringum mig. Ég væri ekki komin svona langt á þessum tímapunkti ef ekki væri fyrir þeirra ólýsanlegu aðstoð. Ég gæti aldrei verið að gera það sem ég er að gera ef ég hefði ekki allt þetta fólk í kringum mig. Ég hef notið mikils skilnings á þeim tímapunktum sem er kannski aðeins erfiðara fyrir mig á æfingum. Þá hafa fjölskyldumeðlimir, vinir og kærastinn minn verið ótrúlega hjálpsöm.“ Fimleikar Stjarnan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti
Það var í júlí á þessu ári sem Ásta, sem hefur gert garðinn frægan sem fimleikakona í hópfimleikum með Stjörnunni og íslenska landsliðinu, fór í sitt fyrsta flogakast. „Ég sem sagt átti bókað flug til Danmerkur þann 21. júlí og þar ætlaði ég að fara í heimsókn til systur minnar. Fram að þessum tímapunkti hafði verið dálítið mikið álag á mér. Ég átti eftir að græja og gera ótrúlega mikið þarna um morguninn en ákvað að sofa aðeins lengur. Svo í rauninni vakna ég bara með lögreglu og sjúkraflutningamenn standandi yfir mér og fæ að vita það frá tengdamóður minni, sem var einnig þarna á staðnum, að ég hefði fengið flog.“ „Það er svolítið svekkjandi finnst mér. Að það hafi þurft svona stórt áfall, sem greiningin var, til þess að ég áttaði mig á því að njóta þess sem ég er að gera.“ Ásta starfaði á þessum tíma sem flugfreyja samhliða draumanáminu sínu sem miðaði að því að hún yrði á endanum flugmaður. Hún segist strax hafa áttað sig á því að þessar vendingar myndu hafa áhrif á þau plön sín. „Flogakastið stendur yfir í einhverjar tvær mínútur, sem er langur mjög langur tími þegar kemur að svona krampakasti. Flestir fá kannski svona störuflog en ég blána í framan og byrja að froðufella á meðan á flogakastinu stendur.“ Fór í smá afneitun Niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar voru á Ástu í kjölfar flogakastsins leiddu það óvenju snemma í ljós að hún ætti við flogaveiki að glíma. Í kjölfarið á því að hafa farið í heilalínurit, þar sem að sáust taugabreytingar í heila Ástu. Og svo í MRI-skanna, sem kom vel út fyrir hana, var Ásta greind með flogaveiki. Ásta fór í nokkrar rannsóknir sem áttu á endanum eftir að leiða það í ljós að hún væri að glíma við flogaveikiAðsend mynd „Ég fæ í rauninni bara mikið áfall við þessa greiningu og átti um leið erfitt með að trúa því að hefði eitthvað komið út úr heilalínuritinu og fór í smá afneitun til að byrja með og taldi að þetta gæti ekki verið satt. Því flestir sem að fara í gegnum þetta ferli þurfa að fara nokkrum sinnum í heilalínurit og yfirleitt tekur það einhvern tíma að finna eitthvað út úr þeim.“ „Ég átti alveg klárlega ekki von á því að greinast með flogaveiki. Eftir fyrsta flogakastið hélt ég að þetta væri eitthvað álagstengt hjá mér. Að ég væri búin að keyra mig út í allt of langan tíma. Undanfarin tvö ár hafði ég verið á fullu á öllum sviðum míns daglegs lífs. Ef ég var ekki að vinna, þá var ég á æfingu. Og ef ég væri ekki að vinna eða á æfingu, þá væri ég í skólanum. Það hafði bara verið líf mitt þessi ár fyrir greininguna.“ Stóð með sjálfri sér Á þessum tímapunkti var það ljóst að flogaveikin myndi gera Ástu erfitt með að sinna vinnu sinni sem flugfreyja, allavegana um ákveðinn tíma. Þá var það einnig orðið ljóst að hún gæti ekki stundað og klárað flugnámið líkt og hana hafði dreymt um frá því að hún var lítið barn. Hún kaus þó að líta á jákvæðu punktana sem voru enn til staðar. „Ég hafði allavegana fimleikana enn og setti mér fljótt markmið um að keppa á móti í Svíþjóð sem ber nafnið Faceoff. Til að byrja með setti ég mér það markmið að standa mig ótrúlega vel á því móti.“ Að morgni ferðadags til Svíþjóðar fékk Ásta hins vegar sitt annað flogakast. „Það er tengdamóðir mín sem að vekur mig og segir mér að ég hafi fengið annað flogakast. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta hafi gerst aftur því ég er alveg meðvitundarlaus á meðan á flogakastinu stendur og er svolítið lengi að átta mig á hlutunum eftir á.“ Ásta var ekki á því að láta flogakastið skemma fyrir sér. Ásta með fyrstu verðlaun á Faceoff mótinu í Svíþjóð skömmu eftir að hún hafði fengið sitt annað flogakastAðsend mynd „Ég er að fara út að keppa,“ sagði Ásta ákveðin við tengdamóður sína sem að skutlaði henni á Keflavíkurflugvöll. Í millitíðinni ráðfærir Ásta sig við sinn lækni sem sagðist ekki geta mælt með því að hún héldi út á Faceoff mótið svona stuttu eftir flogakast. „Ég væri hins vegar fullorðin kona og tæki sjálf ákvörðunina um það. Ég var ákveðin í því að fara út að keppa.“ Ásta stóð með sjálfri sér. Stóð með sannfæringu sinni og átti ekki eftir að sjá eftir því. „Það gengur ótrúlega vel hjá mér þarna úti í Svíþjóð og ég enda með að vinna mótið.“ „Miklu alvarlegra en ég gerði mér grein fyrir“ Eftir skínandi gengi hjá Ástu úti í Svíþjóð tóku við kaflaskil hjá henni. Hún hóf störf hjá tannlæknastofunni Valhöll í 50% starfshlutfalli og samhliða því lagði hún mikinn fókus í fimleikana. „Þegar að það voru liðnar svona þrjár vikur af því daglega lífi hjá mér fékk ég svona tilfinningu eins og það væri öllu lokið hjá mér. Það væri einhvern veginn allt búið sem ég ætlaði mér að gera. Ég fann að ég þurfti einhvern veginn að halda fókus á Norðurlandamótinu sem var fram undan því þó að ég væri að standa mig vel á æfingum þá fannst mér ég enn þung á mér andlega.“ Og frá þeirri stundu og fram að Norðurlandamótinu, sem fer fram hér í Reykjavík þessa dagana, hefur Ásta í tvígang farið í flogakast. Það reyndist henni erfitt að átta sig á alvarleika flogakastanna. Hún bað því kærasta sinn um að taka sig upp í einu slíku kasti. „Ég segi við kærastann minn að hann verði eiginlega að taka myndband af mér á meðan á flogakastinu stendur svo ég viti hvað hann og aðrir í kringum mig eru að ganga í gegnum. Áfallið sem þau ganga í gegnum á meðan að ég ligg þarna meðvitundarlaus því ég vakna bara upp eftir köstin og er jú þreytt og svolítið búin á því en hafði verið ómeðvituð um hvað aðstandendurnir mínir væru að sjá og ganga í gegnum.“ Þegar að hún sér umrætt myndband af sér í fyrsta sinn fær hún alveg skýra mynd af stöðunni. „Þetta var miklu alvarlegra en ég gerði mér nokkurn tímann grein fyrir. Á meðan á flogakastinu stendur sé ég á myndbandinu að ég blána ég öll í framan, kippist til og froðufelli. Ég ætlaði eiginlega ekki að trúa því að þetta væri ég.“ Vísir/Einar „Ég dett smá niður andlega við að sjá þetta en hugsa samt sem áður með sjálfri mér að ég þyrfti bara að halda áfram. Því ég ætlaði mér að keppa á þessu Norðurlandamóti. Ætla að standa mig vel og ætla að mæta til leiks með þau stökk sem ég hef verið að keppa með. Stökk á mjög háu erfiðleikastigi. Þjálfararnir reyndu að gera mér það ljóst að ég þyrfti ekki að setja svona mikla pressu á sjálfa mig en það þýddi ekkert. Ég ætlaði mér að gera þetta. Ég vil ekki leyfa greiningunni að taka yfir allt sem ég er að gera. Þetta er búið að taka nóg. Ég vil fá að halda og stjórna öllu því sem ég er að gera tengt fimleikunum. “ Hópfimleikarnir hafa fært Ástu margar gleðistundirAðsend mynd Féll fyrir flugvélum Það skiljanlega tekur á þegar að draumar manns skyndilega fuðra upp án fyrirvara. Eins og í tilfelli Ástu sem hafði átt sér þann draum, að verða flugmaður, frá því í barnæsku. „Ég held að áhuginn á fluginu hafi kviknað þegar að ég var sex ára. Þegar að bandaríska herliðið var í Keflavík. Þá fékk ég að skoða og setjast upp í einhverjar herþotur og hugsaði með mér þá að það væri ábyggilega mjög skemmtilegt að vera flugmaður.“ Var þessi sýn hennar þvert á sýn annarra fjölskyldumeðlima hennar sem höfðu hvergi látið að sér kveða í háloftunum. „Það er enginn í fjölskyldunni minni að fljúga eða í flugnámi. Ég var því ein á báti hvað það varðar. En svo man ég líka eftir því að oft, sem krakki, horfði ég upp til himins og sá flugvélarnar fljúga hjá. Það vakti einnig upp hjá mér þá tilfinningu að það yrði skemmtilegt að geta flogið flugvélum. Seinna meir átti ég eftir að fara í kynnisflug og allt frá því var ég ákveðin í því að fara í flugnám.“ Frá sex ára aldri hafði Ástu dreymt um akkúrat svona stundir þar sem að hún sveif um loftin bláAðsend mynd Eftir því sem Ásta var eldri færðist draumurinn nær og man hún vel eftir sínum fyrsta flugtíma. „Tilfinningin sem spratt upp á þeirri stundu var bara geðveik. Mér fannst þetta ótrúlega gaman. Þetta eru náttúrulega litlar flugvélar sem maður lærir á og maður finnur vel fyrir öllum hreyfingum en ég tel að fimleikarnir hafi hjálpað mér í þessum aðstæðum. Maður hefur góða tilfinningu fyrir jafnvægi og hvar maður er í loftinu Ásta vildi skilja það að fullu hvað fælist í því að starfa sem flugmaður og ákvað hún því einnig að reyna fyrir sér sem flugfreyja og hóf störf sem slík hjá Icelandair sumarið 2022. „Mér fannst svo gott að fá innsýn í það hvernig starfið yrði og eftir þetta sumar var ég algjörlega seld á það verða flugmaður. Ég ætlaði að kýla á þetta, vildi ekki bíða með þetta lengur.“ Ásta starfaði einnig sem flugfreyja samhliða fimleikaferlinumAðsend mynd En eins og fyrr sagði átti flogaveikis greiningin eftir að varpa hulu yfir þennan draum Ástu. Sú staðreynd rann fljótt upp fyrir henni. „Ég man ákveðin augnablik eftir fyrsta flogakastið. Fyrsta augnablikið er þegar að ég ligg heima með sjúkraflutningamenn standandi yfir mér. Annað augnablikið man ég eftir mér í sjúkrabílnum þar sem að sjúkraflutningsmaður spyr mig hvaða mánuður sé og ég gat ekki svarað því. Svo man ég eftir mér á sjúkrabörunum á leiðinni inn á bráðamóttöku fara að hágráta því það rann upp fyrir mér að draumur minn, að verða flugmaður, væri liðinn undir lok.“ Með stjórn á sínu lífi Ásta var hins vegar fljót að stappa í sig stálinu. Hún ákvað að leyfa flogaveikinni ekki að stjórna lífi sínu. „Restin af ævi minni á ekki að litast af því að ég hafi fengið flogaveikis greiningu, þurft að skipta um starfsvettvang og geta ekki stundað námið sem mig hafði dreymt um að læra. Ég ætla að fá að stjórna lífinu dálítið sjálf. Þar komu fimleikarnir sterkir inn. Ég get stjórnað því hvað ég geri á því sviði og ég ætla að fara alla leið tengt Norðurlandamótinu. Ætla ekki að leyfa neinu að standa í vegi fyrir mér þar. Ef það er hægt að taka eitthvað jákvætt úr þessu sem ég hef verið að ganga í gegnum þá er það sú staðreynd að nú hef ég meiri tíma til þess að stunda íþróttina mína. Get nýtt hverja einustu stund í það.“ Greiningin hefur hjálpað Ástu að öðlast nýja sýn á hlutina. „Það er tilvitnun sem ég tengdi rosa sterkt við. Hún er á þá leið að maður er alltaf fastur í því að óska þess að maður sé á einhverjum öðrum stað en þann sem maður er á. Í mínu tilviki var ég í flugnáminu, með frábæra styrktaraðila, í landsliðinu og það gekk allt rosalega vel hjá mér. En samt var ég, á þeim tímapunkti, að óska þess að ég hefði byrjað fyrr í flugnáminu, eins og ég ætlaði mér að gera árið 2019. Ég var svo svekkt út í sjálfa mig. Hæfileikar Ástu á sviði fimleikanna eru ótvíræðirAðsend mynd Maður er alltaf svo fastur í því að miða sig við einhverja aðra í kringum sig. Í staðin fyrir að njóta þess staðar sem maður er á. Ég var á frábærum stað og er í dag á frábærum stað. Ég er í landsliðinu og með Stjörnunni. Að standa mig ótrúlega vel, sérstaklega miðað við allt sem hefur komið fyrir upp á síðkastið og hef þurft að læra að njóta þess staðar sem ég er á. „Það er svolítið svekkjandi finnst mér. Að það hafi þurft svona stórt áfall, sem greiningin var, til þess að ég áttaði mig á því að njóta þess sem ég er að gera.“ Vill geta horft sátt til baka Í gegnum þennan tíma virðast fimleikarnir hafa verið ákveðið haldreipi fyrir þig og það hefur skilað sér. Það hlýtur að gefa þér ansi mikið. Að treysta á sjálfa þig og það skilar sér. „Það var það sem maður vonaði að fimleikarnir myndu gefa mér í framhaldi af greiningunni. Ég hugsa oft til sögunnar af íþróttamanninum sem ætlaði sér að verða bestu í heimi. Hann varð það og á sama degi og hann varð bestur í heimi fór hann bara að gráta. Hann var búinn að afreka allt það sem hann vildi. Það er í rauninni ekki það sem maður er að eltast við. Ég er að eltast við að njóta ferlisins sem ég geng í gegnum á mínum fimleikaferli. Ég vil geta hugsað til baka vitandi það að ég var samferða afar góðum liðsfélögum, það var ótrúlega gaman hjá mér og að ég hafi staðið mig vel.“ Hún er afar þakklát fyrir stuðning fjölskyldumeðlima og vina.Aðsend mynd Ég vil geta notið þess að vera á æfingum og haft gaman af því sem ég er að gera. Það er raunin hjá mér núna en það þurfti þetta áfall til þess að ég áttaði mig á þessu. Þetta er tilfinningin sem ég vil halda í og ég ætla mér að njóta hverrar einustu æfingar.“ Ásta ritaði sín markmið á miða þegar að þrjár vikur voru þar til að Norðurlandamót helgarinnar hæfist. „Þessar þrjár vikur ætlaði ég mér að njóta hverrar einustu stundar sem ég hefði í fimleikasalnum, með liðinu mínu og þjálfurum sem og fólkinu í kringum mig. Ég væri ekki komin svona langt á þessum tímapunkti ef ekki væri fyrir þeirra ólýsanlegu aðstoð. Ég gæti aldrei verið að gera það sem ég er að gera ef ég hefði ekki allt þetta fólk í kringum mig. Ég hef notið mikils skilnings á þeim tímapunktum sem er kannski aðeins erfiðara fyrir mig á æfingum. Þá hafa fjölskyldumeðlimir, vinir og kærastinn minn verið ótrúlega hjálpsöm.“