Tímamót hjá Curry og Orlando batt enda á fjórtán leikja taphrinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 09:33 Giannis Antetokounmpo í baráttunni í leiknum í nótt. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu og þá gerði Cleveland Cavaliers góða ferð vestur til Oakland. Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina. NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina.
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira