Tímamót hjá Curry og Orlando batt enda á fjórtán leikja taphrinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 09:33 Giannis Antetokounmpo í baráttunni í leiknum í nótt. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu og þá gerði Cleveland Cavaliers góða ferð vestur til Oakland. Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira