Líkar illa við nær alla dómara Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:30 De Zerbi alltaf hress. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi. De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20