Skytturnar komu til baka gegn Refunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:01 Alessia Russo skoraði og lagði upp fyrir Arsenal. Nathan Stirk/Getty Images Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0. Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira